Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 57
eimreiðin
BARÁTTAN UM OLÍUNA
249
Sáfust upp. En þá kom til sögunnar maður, sem síðan hefur
verið mjög við olíu kendur. Það var félítill sveitakaupmaður
í Cleveland og hét John Davison Rockefeller.
I félagi við olíunema einn stofnaði hann hreinsunarstöð
fyrir jarðolíu. Þetta fyrirtæki var á borð við grútarbræðslu-
stöð í fyrstu, en árið 1870 var höfuðstóll þess orðinn ein
miljón dollara og óx á næstu þremur árum upp í 3J/2 miljón.
Félag þetta, Standard Oil Company, gekk árið 1882 inn í
nVtt fyrirtæki, The Standard Oil Trust, sem þá var stofnað
með 100 miljónum dollara höfuðstól. Félag þetta varð í orði
kveðnu að hætta starfsemi sinni tíu árum síðar, en Standard
Oil og Rockefeller lifðu áfram og skutu nýjum öngum um
allan heim, meðal annars til Islands. Rockefeller gerðist svo
voldugur, að löggjafarvald Bandaríkjanna gat engu tauti við
hann komið um sinn. Árið 1904 hafði hann eignast um 400
félög og gleypt í sig flest smærri olíufélög Bandaríkjanna, sem
hann Iagði undir Standard Oil, og auk þess fjöldann allan af
verksmiðjum, járnbrautir, eimskipafélög, banka, vátryggingar-
félög og sitthvað fleira. Hann er talinn að eiga 5 milljarða
dollara, en aðra eins upphæð hefur hann gefið fyrir sálu sinni
til nytsamra fyrirtækja, og eru »Rockefeller Foundation« og
*Rockefeller Instifute for Medical Research« merkust þeirra.
Rockefeller og sá flokkur stórgróðamanna, sem honum fylgir,
er talin áhrifamesta fjármálaklíka heimsins, þegar frá er talinn
Morgan og hans lið. — En árið 1911 slepti Rockefeller
stjórninni á öllum fyrirtækjum sínum og settist í helgan stein,
en olían flóir áfram upp úr jörðinni, og auðurinn vex.
Árið 1860 var olíuframleiðsla Bandaríkjanna 500,000 tunnur
°3 tífaldaðist á næstu árum, ert var orðin fimtugföld 1880.
Árið 1900 var hún 64 miljónir tunnur og tvöfaldaðist nálega
a fyrstu fjórum árum þessarar aldar. Og jafnframt óx olíu-
tramleiðsla Asíu og Evrópu. Árið 1872 var byrjað að starf-
r®kja námurnar í Baku. Var Svíinn Ludvig Nobel einn af
aðalfrömuðum þess fyrirtækis, en bróðir hans, hugvitsmaður-
lr|n, sem kunnur er alheimi fyrir verðlaunasjóðinn mikla, fann
aðferð til að hreinsa olíuna. Framleiðslan í Baku hefur nær
a't af verið minni en vestan hafs, einkum á síðari árum. Á
kessari öld er Mexiko orðið mikið olíuland. Af öðrum stöðum