Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 25
eimreiðin TRÚIN Á }ESÚM KRIST, GUÐSSON 21T
dauðum, heldur hlaut útvalning ]esú að hafa verið fyrirætlun
Guðs frá upphafi. Að Guðs ráði og fyrirhugun hafði hann
homið fram meðal mannanna. Fyrir því hlaut Jesús að hafa
verið guðs-sonur þegar hér á jörð; að vísu hafði það ekki
komið »kröftuglega« í ljós; hann hafði eigi komið með þeim
mætti og dýrð, er Messíasi ber; en hin innri tign anda hans
hafði borið vitni um það og hin kærleiksríku máttarverk, er
vöktu undrun margra. Prédikun hans bar og langt af boð-
skap fræðimannanna, því að hann talaði eins og sá, er vald
hafði. Fyrir því lýstu og lærisveinarnir því hátíðlega yfir, fyrir
munn Péturs, er þeir voru í nánd við Sesareu Filippí, að þeir
tryðu því, að hann væri Messías. Markúsar-guðspjall skýrir
cvo frá, að Jesús hafi fyrst spurt lærisveinana, hvern menn
segðu hann vera. Svarið, sem hann fékk, var einkennilegt,.
eins og þér munið: menn héldu, að hann væri Jóhannes skír-
ari, eða Elía eða einhver af spámönnunum. Því næst hafi
hann spurt þá beinlínis um þeirra eigin skoðun: »Hvern segið
þér mig vera?« Svarið er hjá Markúsi orðað svona: »Þú ert
Kristur« (þ. e. Messías, hinn smurði), en hjá Matteusi enn
fyllra: »Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs«. Þegar þeir
báru fram þá trú sína, var þeim án efa vel ljóst, að hann var
enn ekki hinn krýndi konungur framtíðarinnar; en þeir höfðu
komið auga á hina innri tign hans og eitthvert hugboð sagði
þeim, að síðar mundi hann eignast meira og æðra vald en
konungar jarðarinnar.
Hér var því um annan skilning að ræða, nokkuð frábrugð-
inn þeim, er þegar hefur verið getið um. Samkvæmt þessum
síðara skilningi hafði Jesús átt tilkall til guðssonar-heitisins
þegar á jarðvistardögum sínum. Hve nær hafði hann þá hlot-
ið þá tign? Erfikenning frumsafnaðanna segir, að það hafi
verið við skírn hans. í skírninni er honum af himni gefið
auðs-sonarheitið eða hann »kallaður« til að vera guðs-sonur,.
um leið og andinn kemur yfir hann. Þetta verður einkum ljóst,
ef vér athugum þann leshátt í Lúk. 3, 22, sem er neðanmáls
' íslenzku biblíunni. Sá lesháttur kemur fyrir í ýmsum merki-
iegum handritum af N.tm. í stað hinna alkunnu orða »Þú ert
i'inn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun«, segir þessi les-
háttur oss, að röddin af himni hafi sagt: »Þú ert minn elsk-