Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1927, Page 25

Eimreiðin - 01.07.1927, Page 25
eimreiðin TRÚIN Á }ESÚM KRIST, GUÐSSON 21T dauðum, heldur hlaut útvalning ]esú að hafa verið fyrirætlun Guðs frá upphafi. Að Guðs ráði og fyrirhugun hafði hann homið fram meðal mannanna. Fyrir því hlaut Jesús að hafa verið guðs-sonur þegar hér á jörð; að vísu hafði það ekki komið »kröftuglega« í ljós; hann hafði eigi komið með þeim mætti og dýrð, er Messíasi ber; en hin innri tign anda hans hafði borið vitni um það og hin kærleiksríku máttarverk, er vöktu undrun margra. Prédikun hans bar og langt af boð- skap fræðimannanna, því að hann talaði eins og sá, er vald hafði. Fyrir því lýstu og lærisveinarnir því hátíðlega yfir, fyrir munn Péturs, er þeir voru í nánd við Sesareu Filippí, að þeir tryðu því, að hann væri Messías. Markúsar-guðspjall skýrir cvo frá, að Jesús hafi fyrst spurt lærisveinana, hvern menn segðu hann vera. Svarið, sem hann fékk, var einkennilegt,. eins og þér munið: menn héldu, að hann væri Jóhannes skír- ari, eða Elía eða einhver af spámönnunum. Því næst hafi hann spurt þá beinlínis um þeirra eigin skoðun: »Hvern segið þér mig vera?« Svarið er hjá Markúsi orðað svona: »Þú ert Kristur« (þ. e. Messías, hinn smurði), en hjá Matteusi enn fyllra: »Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs«. Þegar þeir báru fram þá trú sína, var þeim án efa vel ljóst, að hann var enn ekki hinn krýndi konungur framtíðarinnar; en þeir höfðu komið auga á hina innri tign hans og eitthvert hugboð sagði þeim, að síðar mundi hann eignast meira og æðra vald en konungar jarðarinnar. Hér var því um annan skilning að ræða, nokkuð frábrugð- inn þeim, er þegar hefur verið getið um. Samkvæmt þessum síðara skilningi hafði Jesús átt tilkall til guðssonar-heitisins þegar á jarðvistardögum sínum. Hve nær hafði hann þá hlot- ið þá tign? Erfikenning frumsafnaðanna segir, að það hafi verið við skírn hans. í skírninni er honum af himni gefið auðs-sonarheitið eða hann »kallaður« til að vera guðs-sonur,. um leið og andinn kemur yfir hann. Þetta verður einkum ljóst, ef vér athugum þann leshátt í Lúk. 3, 22, sem er neðanmáls ' íslenzku biblíunni. Sá lesháttur kemur fyrir í ýmsum merki- iegum handritum af N.tm. í stað hinna alkunnu orða »Þú ert i'inn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun«, segir þessi les- háttur oss, að röddin af himni hafi sagt: »Þú ert minn elsk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.