Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 52
244
TVÆR RITQERÐIR
EIMREIÐIN
fá samband við, í skilning um, að lífið eftir dauðann er líkt
lífinu fyrir dauðann. Dauðinn er það, að líkaminn, þessi ákaf-
lega mikilsverða og merkilega vél, sem gerð er úr efnum
þessarar stjörnu, sem vér nefnum jörð, ónýtist, en lífsaflið byggir
sér þá nýjan líkamá á annari stjörnu, sem líks eðlis er og jörðin,
og úr efnum þeirrar stjörnu. Hinn framliðni er líkamleg vera
eftir sem áður, fluttur á aðra jarðstjörnu, en ekki yfir í neina
dulræna rýmd (dimension). Ekkert er frú Chevalier fjær en að
skilja það, sem nú var sagt. Hún heldur, að framliðnir lifi sem
andar og dvelji hér í kringum oss. Upplýsingarnar, sem koma,
eru svo skemtilegar einmitt af því, að þær stinga algerlega i
stúf við hennar eigin hugmyndir um framhaldstilveruna eða
framlífið. Einusinni segir hún (áðurnefnd bók. s. 153): »Eg
hef lesið, að þið getið neytt einhverrar tegundar af fæðu i
andaheiminum. Er það rétt?« »]á«, segir maður hennar, »við
neytum ávaxta og vatns og kjarnvökva (essences)«. Hún biður
hann að nefna einhverja ávextina, og segir hann þá: »Við höf-
um plómur og yndislegar ferskjur líkar þeim, sem þið hafið a
jörðunni«. S. 174 segir hann: »Við höfum fengið stóran lands-
skika og fagran skóg að húsabaki.* Skemtilegasti staðurinn er
á síðu 170. Þar fréttir frúin, að systir manns hennar, sem
andast hafði á barnsaldri, sé gift syni hennar af fyrra hjóna-
bandi. Þetta fær hún ekki skilið, eins og ekki er heldur von,
eftir þeim hugmyndum sem hún gerir sér um líf framliðinna.
»But, dearest, I can’t grasp it«, segir hún. En þá segir hann:
»Hversvegna geturðu ekki það? Þetta er heimur (jörð) mnS
og ykkar«. (Why can’t you? This is a world like yours.)
Þetta kalla ég dýrmæt orð, og má furðulegt heita, að takast
skuli að koma fram þessum þýðingarmiklu sannindum, svona
þvert ofan í sannfæringu viðtakanda. Áríðandi staður er enn*
fremur þessi á s. 182. »Hvar heldurðu að við séum«, seS‘r
hann; »viltu geta?« »Hérna við hliðina á mér«, segir hun-
»Nei«, segir hann, »við erum á Sumarlandinu . . .« »Hv6rsU
furðulegt«, segir hún; »hvernig læturðu Florrie — það er
stúlkan, sem skrifar — heyra til þín?« »Þráðlaust«, segir hann;
»Hvernig heyrir þú til Lundúna?* — frúin á heima í annaf1
borg. — »Hugsanaöldur (thought waves) ná til miðilsinS<c’
segir hann. —