Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 42
eimreiðin
Ný heimsskoðun.
í bók þeirri er Nýall heitir, og jafnan mun talin verða
meðal ágætustu bóka íslenzkra, er ritgerð um stjörnulíffræði
(Astrobiology), sem bregður merkilegu ljósi yfir margt það, sem
furðulegt er að gerast í sálarlífsrannsóknum nútímans. Þetta
munu þeir finna, sem lesa Nýal oft og með athygli, og þá
einnig ritgerðina, sem hér var nefnd. En Nýall er vandlesinn,
og ekki opnaðist mér til fulls ágæti þeirrar bókar fyr en ég
las hana að nýju nú í sumar, er ég dvaldi uppi í óbygðum
um tíma í tjaldi með tveim vinum mínum. Og þó er það ekki
greindarskorti íslenzkra lesenda eingöngu um að kenna, hve
seinir þeir eru oft að átta sig á gildi þess, sem hugsað er
og ritað af Islendingum. Þar kemur einnig til greina svo
megn vantrú á því, sem íslenzkt er, að lamað getur skilning-
inn og komið í veg fyrir alla athygli. Leitum vér því stund-
um fremur til annara þjóða manna um skýringar á torskildum
viðfangsefnum en til vorra eigin snillinga, sem þó eru til-
Er þetta eitt af ömurlegum einkennum þjóðar, sem hefur
kúgast látið og er ekki enn vöknuð til meðvitundar um
gildi sitt.
Þó að enn muni vera til menn, og þar á meðal allmarg>r
með vísindanafnbót, sem neita því, að fyrirbrigði þau í líffraeði*
hin svonefndu dulrænu fyrirbrigði, er svo mikið hefur verið
rætt um og ritað á síðustu árum, gerist í raun og veru, Þ®
er víst óhætt að segja svo mikið, að enginn, sem nokku
hefur kynst þeim fyrirbrigðum að ráði, taki mark á slíkurn
inönnum. En til þess að ganga úr skugga um, að fyrirbrigð'
þessi séu lífræns eðlis og að hér sé um nýja viðbót líffrse^.
innar að ræða, nægir að benda á það, að þau gerast ek
nema í sambandi við lifandi verur, ýmist í svefni eða vöku-
Þau hafa þegar verið rannsökuð af mikilli nákvæmni og f'°k
uð. Nægir að nefna hér fyrirbrigði eins og útfrymisfyrirbrigð’U
(teleplasmy), þar á meðal líkamningar (materialisatious 1
flutningafyrirbrigðin (telekinesis), lífmagnið (the aura), an
ljósmyndun, raddafyrirbrigðin svonefndu, fjarhrif, ósjálm3