Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 78
270
EIMREIÐIN
BRÉF UM MERKA BÓK
að fornri venju, — eins og ég verði var við eitthvað óeðli-
legt og þvingað, — tilgerð í stuttu máli.
En sem sagt, ég mun nú lesa bók yðar mjög vandlega —
og líklega oftar en einu sinni, áður en ég leyfi mér að dæma
um hana til hlítar. Smekkvísi yðar og ágæt tök á málinu
voru mér áður kunn, og þó ég ekki geti kallað mig guð-
speking og hafi megna ótrú á sumum kenningum ykkar, þá
er í öðrum háleit speki, sem mér þykir vænt um, að þið
hamrið inn í hausana á fólki, og því er ég heldur hlyntur
hreyfingunni, eins og öllum þeim hreyfingum, sem ég sé að
ganga í þá átt, sem ég vildi helzt mega sjálfur, að reyna að
leita sannleikans og skiija hann.
Eg vona þessi gjöf yðar og svar mitt verði upptök til
bréfaskifta áfram okkar á milli, sem mér mundi þykja mjög
vænt um.
Viljið þér bera próf. Sæmundi Bjarnhéðinssyni beztu kveðju
mína.
Með óskum alls góðs, og ítrekaðri þökk fyrir bókina.
Vðar einlægur
Sigfús Blöndal.
Svarbréf til dr. Sigfúss Blöndals.
Laugarnesspítala, 10. marz, 1926.
Kæri dr. Sigfús Blöndal!
Beztu þakkir fyrir brjefið, sem jeg fjekk frá yðr í gærkvöldi.
Þótti mjer vænt um það, ekki að eins sakir þess, hve ummæli
yðar eru vinsamleg, heldr og fyrir það, hve skynsamlega og
gætilega þjer lítið á efni það, er bókin mín, Hrynjandi ísl.
tungu, fjallar um og á að vekja á athygli manna.
Þjer minnist á þýzkan fræðimann, er Friedrich Blass heitir.
Því er ver, að jeg er ekki læs á grísku og get því eigi sjeð,
hvort fræði hans og mín fara saman. Þessi fræði, er jeg kem
fram með, er íslenzk. Mjer var það metnaðarmál að Se^a
sýnt og sannað, að svona ritar íslenzkur alþýðumaðr, án þess