Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 21
eimreiðin
TRÚIN Á JESÚM KRIST, GUÐSSON
213
og í staðinn að koma spámanns-myndin. Eins og minning-
arnar um frægðar-konunginn Davíð lituðu framtíðarvonir þjóð-
arinnar í hugum sumra, svo varpaði og frægðarljóminn af
Móse, hinum fyrsta og mesta spámanni þjóðarinnar, geislum
sínum á mynd framtíðarleiðtogans í augum annara. Þeir gerðu
sér jafnvel þá hugmynd um hann, að hann væri himnesk vera,
sem átt hefur fortilveru hjá Guði, en kemur niður til jarðar-
innar, til þess að gerast heimsdómari og endurlausnari mann-
kynsins, með því að koma á réttlæti og »frelsa menn frá
þreytu og kvöl hið innra«.
Þessi væntanlegi mikli leiðtogi var venjulegast nefndur
Messías, sem þýðir hinn smurði; það er á grísku ó xqiotós,
en íslenzka myndin af því er Kristur, eins og vér vitum öll.
Það heiti var áður kunnugt með Gyðingum. Hafði æðsti prest-
urinn verið nefndur »smurði presturinn* og konungurinn
stundum verið kallaður »drottins smurði*. Það kannist þér öll
við frá biblíusögunum, sem þér lærðuð í bernsku. Sem kon-
ungstitill var það fært yfir á konung framtíðarríkisins, og í
því látið felast, að Messías eða »hinn smurði Guðs« væri af
Guði kjörinn og útvalinn, og fyrir því stæði konungdómur
hans undir sérstakri vernd Guðs og varðveizlu.
En eins og þegar er tekið fram, lögðu menn mjög mis-
munandi merking í þetta Messíasar-heiti, og merkingin varð
smátt og smátt andlegra eðlis eftir því sem nær dró fæðing
hans, sem vér trúum að hafi verið hinn fyrirheitni Messías.
Mér finst Adolf von Harnack hafa lýst þessu svo vel á
einum stað í bók sinni »Kristindómurinn«, sem nú er ný-
komin út í íslenzkri þýðing, að ég tilfæri hér nokkur orð
eftir honum. Hann segir: »Mörkin verða ekki aðeins skýrari
milli hins fyrirheitna Messíasar og jarðnesks konungs, heldur
einnig milli hans og Guðs og þjóðarinnar sem heildar. í fari
Messíasar er varla neitt jarðneskt framar, enda þótt hann
komi fram sem maður á meðal manna. Hann hefur verið
hjá Guði frá öndverðu, kemur af himnum ofan og vinnur
verk sitt af meiri þrótti en mönnum er gefinn. Siðgæði er
ððaleinkenni hans. Hann er alréttlátur og heldur hvert boð-
°rð; meira að segja tekur að ryðja sér til rúms hugmyndin
um það, að verðleikar hans verði öðrum til heilla. Hugsunin