Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 94
286 GRETTISSUNÐ ERLINGS PÁLSSONAR eimreiðin
son, að hann mundi hafa beðið fyrir þeim við guðsþjónustu
á sunnudaginn, ef hann hefði vitað, að þeir væri að leggja í
slíka háskaför. — I ráði var að gera þeim veizlu þar að
skilnaði, en ekki var tóm til þess. Lögðu þeir af stað frá
Sauðárkróki annan dag ágústmánaðar og fóru í bifreið að
Víðimýri og gistu þar. Þaðan fóru þeir ríðandi og í bifreið
að Reykjum í Hrútafirði og voru þar aðra nótt. Þá riðu þeir
að Dalsmynni í Norðurárdal. Höfðu þar náttstað. Fóru þaðan
í bifreið til Borgarness. Þá var vélbátur að fara þaðan til
Reykjavikur. Tóku þeir sér þegar fari og komu hingað síð-
degis 5. ágúst. Var þeim vel fagnað, sem sjá má í blöðum,
og þykir ekki þörf að segja frá þeim viðtökum hér.
Erlingur Pálsson verður þrjátíu og tveggja ára á þessu
hausti, fæddur 3. dag nóvembermánaðar 1895 að Arhrauni á
Skeiðum, sonur Páls sundkennara Erlingssonar. Hann nam
sund 11 ára gamall, en tamdi sér það lítf, fyrr en hann var
14 ára. Hann var að sundnámi í Lundúnaborg vorið 1914 og
hlaut þar verðlaunapening — The Award of Merit — frá
Royal Life Saving Society. Vann sundbikar Islands 1912 og
hélt honum til 1919. Kepti þá ekki, vegna forfalla. Hefur
unnið »Nýárssundið« 8 sinnum og hlotið tvo bikara til eignar.
Vann sundbikar íslands enn 1924 og 1926, og hefur eignast
mörg önnur verðlaun fyrir sund. Kendi hér sund í 10 ár
með föður sínum. Hefur verið yfirlögregluþjónn í Reykjavík
síðan 1921.
B. Sv.