Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 32
224
TRÚIN Á JESÚM KRIST, GUÐSSON
EIMREIÐIN
sem Gyðingar trúðu, að hlyti að vera af Davíðs-ætt, sam-
kvæmt spádómum Gl. tm., og hvorttveggja sinnið er ættin
rakin gegnum ]ósef, en ekki Maríu. Ættartölurnar eru að
sönnu lítilsvirði og ekki mikið upp úr þeim leggjandi, því að
þeim ber alls ekki saman, ekki einu sinni um það, hvers son
Jósef, maður Maríu, hafi verið. Önnur segir, að faðir hans
hafi heitið Jakob, hin að hann hafi heitið Elí. Ekki getur
hvorttveggja verið rétt. En hitt virðist augljóst og eftirtektar-
vert: Þær hafa báðar í sinni upphaflegu mynd ætlað sér að
sanna, að Jesús væri kominn af Davíð, þar sem hann sé
sonur Jósefs. Sannað er nú, að skorið hefur verið aftan af
ættartölunni hjá Matteusi, þegar ættartalan var brædd saman
við frásöguna um hinn yfirnáttúrlega getnað. Fyrir löngu
höfðu biblíufræðingarnir tekið eftir, að svo hlyti að vera. En
svo bættist það merkilega við, að árið 1892 fundu tvær lærð-
ar konur frá Englandi brot af gömlu handriti N. tm. á sýr-
lensku í klaustri suður á Sínaí, þar sem ættartalan í Matteusi
endar svo: »Jakob gat Jósef; Jósef, sem mærin María var
heitin, gat Jesú, sem nefnist Messías«. — Hjá Lúkasi byrjar
ættartalan svona: »Og sjálfur var Jesús hér um bil þrítugur
að aldri, þegar hann byrjaði, og var, eftir því sem haldið var,
sonur Jósefs, sonar Elí, sonar Mattats, sonar Leví o. s. frv.«
— Talið er áreiðanlegt, að hér hafi verið bætt við orðunum:
»eftir því sem haldið var«, þegar hugmyndin um meyjarfæð-
inguna var komin inn meðal kristinna' manna. Lúkas guð-
spjallamaður segir sjálfur frá því, að hann riti guðspjall sitt
eftir heimildum, sem hann hafi athugað vandlega. Elzta heim-
ild hans fyrir fæðingarsögu Jesú virðist hafa sagt Jesúm elzta
soninn fæddan í hjónabandi þeirra Maríu og Jósefs. Þegar
menn síðar hugðu að gera Jesúm guðdómlegri með því að
láta hann vera getinn af heilögum anda, var þessu breytt og
hann talinn fæddur áður en þau gengu í hjónaband. Fingra-
förin eftlr þá breyting eru enn glögg á guðspjallinu. Það er
öllum ljóst, sem þetta hafa rannsakað af alvöru. Báðar ættar-
tölurnar virðast því upphaflega hafa talið Jesúm vera son
Jósefs. — Þetta styrkir marga í þeirri sannfæringu, að upp*
haflega hafi verið litið svo á í kristninni, að Jesús hafi verið
getinn og fæddur með venjulegum, eðlilegum hætti. Jósef hafi