Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 74
266 ERFÐASKRÁ BEETHOVENS EIMREIDIN heyrnardeyfð minni mér til baka, og þó var mér ómögulegt að segja við menn: ialið hærra, hrópið, þvi að ég er heprnarlaus. Æ —, hvernig væn það hugsanlegt, að ég viðurkendi veikleika þess skilningarvits, sem ætti að standa á fullkomnara stigi hjá mér en öðrum, þess skilningarvits, sem ég átti einu sinni í hinni mestu fullkomnun, í svo ríkum mæli sem mjög fáir í minni listgrein hafa haft eða hafa. — Ó, ég get það ekki. Pess- vegna fyrirgefið, er þið munuð sjá mig víkja burt, þó að ég feginn vildi vera meðal ykkar. Tvöfalt sár er óhamingja mín fyrir það, að ég hlýt að verða misskilinn. Fyrir mig má hvíld í mannlegum samvistum, náið viðtal, hugsanaskifti, ekki eiga sér stað. Nær aleinn verð ég að vera, má aðeins hitta menn að svo miklu leyti, sem ítrasta nauðsyn krefur. Ég verð að lifa eins og i banni; ef ég nálgast mannlegt samkvæmi, þá kemur yfir mig hræðsluhiti, af því að ég óttast að komast í þá hættu að láta bera á ástandi mínu. — Svona var það þetta hálfa ár, sem ég var uppi ‘ sveit. Viturlegur læknir minn sagði mér að hlífa heyrninni eins og mögu- legt væri, og það var í rauninni sálarástandi mínu í vil, þó að ég samt léti stundum til leiðast, þegar löngunin eftir mannlegum samvistum kom yfir mig. En hvílík niðurlæging, þegar einhver stóð við hlið mér og heyrði flautu úr fjarlægð, en ég heyrði ekkert, eða einhver heyrði smal- ann syngja, og ég heyrði heldur ekki neitt. Slík atvik komu mér að örvæntingu; það vantaði ekki mikið á, að ég gerði enda á lífi mínu. — Aðeins hiín, — listin, aftraði mér. Æ, — mér virtist ómögulegt að skilja við þenna heim fyr en ég hefði afkastað öllu því, sem mér býr í brjósti; og svo tórði ég þessu auma lífi, —' sannarlega auma lífi, en líkami minn er svo viðkvæmur, að dálítið snögg viðbrigði geta breytt mínu bezta ástandi til hins versta. — Þolinmæðin, — svo er boðorðið, á að vera fylgjan mín: ég hef hana. — Ég vona að ákvörðun mín verði stöðug, að halda út, þar til nornunum ósveigjanlegu þóknast að slíta þráðinn. Ef til vill kemur bati, ef til vill ekki: ég er við öllu búinn. — Pegar á 28. árinu var ég neyddur til þess að verða heilabrotamaður, — það er ekki auðvelt, — fyrir listamanninn erfiðara en fyrir nokkurn annan. — Guðdómur, þú horfir niður í mín instu sálarfylgsni, þú þekkir þau, þú veizt, að í þeim býr kærleiki til mannanna og löngun til velgerða. O, mannlegu verur, þegar þið einu sinni munuð lesa þetta, þá hugsið um það, hve ranglega þið hafið breytt gagnvart mér, og sá, sem er óhamingjusamur, hann huggi sig við það að finna einn jafningja sinn, sem þrátt fyrir allar tafir náttúrunnar gerði alt, sem ‘ hans valdi stóð, til þess að verða tekinn i tölu mætra manna og lista- manna. Pið, bræður mínir, Karl og Jóhann, þegar ég er dáinn og próf. Schmidt lifir enn, þá biðjið hann í mínu nafni að lýsa veikindum mín- um, og þessu skrifaða blaði bætið þið svo við veikindasögu mína, I'l þess að veröldin geti, að svo miklu Ieyti, sem mögulegt er, sæzt v‘ð mig, að minsta kosti eftir dauða minn. — Um leið útnefni ég ykkut báða að erfingjum að mínum litlu eignum, (ef svo mætti kallast). Skiftið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.