Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 84
276
BRÉF UM MERKA BÓK
EIMREIÐIN
»en umc eru að vísu lág. Þó taka þau stuðlan, eins og sjá
má á því, að þetta gæti verið upphaf vísu:
En um átta hundruð.
Stuðlan þessi er fallstuðlan, og hún gægist fram, þegar
hægt er lesið og skýrt.
En talandin brýtr málið betr. Hún mótar öfuga liði, þeg-
ar minnst vonum varir. Dæmi:
Karl er bara kominn.
Hjer er áherzla á orðinu »bara« og ekki á fyrri samstöfu,
heldr á stafnum »a«.
Svona mundi sá tala ef til vill, sem væri því feginn, hve
Karl hefði komið snemma. En þegar búið er að prenta setn-
ingu þessa, og lesendur, sem þekkja ekki Karl, fara að lesa
hana, láta þeir orðið »bara« hníga. Stuðlarnir rísa, svo að
hástuðlanin nýtr sín. Þetta verðr að vera hverjum höfundi ljóst.
Talandin bregst, er hún breytist í ritmál.
Einn vina minna, Sæm. prófessor Bjarnhjeðinsson, sagði
mjer, að hann hefði eitt sinn hlýtt á þingskörung, er flutti
stólparæðu á þingi. S. B. kvaðst hafa orðið gagntekinn.
Mælska þingmanns þessa var svo mikil, að sannfæringin rudd-
ist inn í huga S. B. Hann fjekk, að því er mjer skildist, ást
á ræðumanni og málefni því, er hann barðist fyrir, og þótti »þat
eina satt«, er hann sagði. Ræðan var svo prentuð, og S. B.
las hana í Þingtíðindum. Þótti honum þá undarlega við bregða,
af því að nú gat hann ekki betr sjeð en ræðan væri raka-
linr þvættingr.
Hvernig gat staðið á þessu? Það er auðskilið. Ræðan var
þrungin efnisáherzlum og hreimbrigðum, er hún rann af vör-
um þingmanns þessa. Auk þess var hún studd svipbrigðum
hans og látbragði og tilfinningamagni. En allt þetta fjell úr
ræðunni, er hún var prentuð, og talandin gerðist ritmál. Efnis-
áherzlur og hreimbrigði eru fákar tveir, er sannfæring eins
manns hefr til reiðar, er hún heldr innreið sína í huga ann-
ars. Fákar þessir fara loft, en skeiða ekki eftir pappírnum.
Þar hnjóta þeir um bókstafinn. Mun því gefast betr að treysta
hrynjandi og stuðlaföllum, sem stillt er í hóf.
Sannleikrinn er og sá, að fæstir skrifa brjef, eins og þeir
tala, hvað þá heldr blaðagrein eða bækr, sem eiga að koma