Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 85
EIMREIÐIN
BRÉF UM MERKA BÓK
277
fyrir almenningssjónir. Þeir þykjast þurfa að vanda sig og
setja því meiri eða minni frásagnarblæ á það, er þeir rita.
Þetta verðr til þess, að þeir raða orðum öðruvísi og betr
en þeir gera, er þeir tala. Málfar þeirra fær því meiri svip en
ella. Þeir finna, að þeir verða að fara miðja vega milli dag-
legs máls og ljóða. Tungutöm orðtæki, hendingar og setning-
ar, er gæti verið annaðhvort stuðla- eða höfuðstafsbraglína,
eru tekin fram yfir orðaraðir, er hafa ekki þessa kosti. Dæmi:
Það var tæplega von.
Setning þessi heyrist oft í daglegu máli. En sjaldan mun
hún sjást á prenti. Betra er að segja:
Það var naumast von.
En flestir seilast í stuðlan og segja:
Það var varla von.
Fyrsta setningin þætti ekki snjöll í ritmáli, þar sem völ er
á öðrum betri, en enginn myndi að henni finna í daglegu tali.
Hrynhendur. — Enginn vafi getr á því leikið, að fornmenn
þektu eða fundu, hver munr er á hákveðu og lágkveðu.
Stuðlanotkun þeirra sýnir það svo, að ekki er um að villast.
Þeir forðast eins og heitan eld að láta yfirstuðul hníga í lág-
kveðu. Þeir höfðu skömm á lágstuðlan, nema er hún var í
lausu máli. Þar er hún prýði. Þeir fundu glöggt, að ljóðum
þvarr þróttr, er yftirstuðull seig.
Nú má segja: Þeir vöndust á þetta, þeir lærðu þetta hver
af öðrum, án þess að gera sjer það Ijóst. En hæpin er sú
fullyrðing. Hvernig gátu þeir vanist á þetta, þeir er fyrstir
orktu hrynhendur? Þar fyrst reyndi á þekkingu eða þá svo
næma bragkend, að furðu gegnir. Þá bragkend hafa ekki
beztu skáld nú, nema þeim sje hjálpað, og stundum kostar
tað áreynslu að koma þeim í skilning um, að lágstuðlan veiki
Ijóð þeirra. Hrynhendan eins og hún var orkt fram að 1400
°9 jafnvel nokkuð lengr er og verðr ein þeirra líka, sem jeg
hefi mestar og beztar fyrir þekkingu fornmanna. Þegar skáld-
*n bættu braglið við dróttkvæðar braglínur og tóku að yrkja
hrynhendur, hefði mátt búast við því, að ljóð þessi yrði full
af lágstuðlunum. Það sakaði lítt þótt yfirstuðull stæði í öðrum
braglið í dróttkvæðum vísum. Bragliðr sá, sem fór á undan
honum, var lesinn sem forliðr annaðhvort einkvæður eða tví-