Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1927, Side 85

Eimreiðin - 01.07.1927, Side 85
EIMREIÐIN BRÉF UM MERKA BÓK 277 fyrir almenningssjónir. Þeir þykjast þurfa að vanda sig og setja því meiri eða minni frásagnarblæ á það, er þeir rita. Þetta verðr til þess, að þeir raða orðum öðruvísi og betr en þeir gera, er þeir tala. Málfar þeirra fær því meiri svip en ella. Þeir finna, að þeir verða að fara miðja vega milli dag- legs máls og ljóða. Tungutöm orðtæki, hendingar og setning- ar, er gæti verið annaðhvort stuðla- eða höfuðstafsbraglína, eru tekin fram yfir orðaraðir, er hafa ekki þessa kosti. Dæmi: Það var tæplega von. Setning þessi heyrist oft í daglegu máli. En sjaldan mun hún sjást á prenti. Betra er að segja: Það var naumast von. En flestir seilast í stuðlan og segja: Það var varla von. Fyrsta setningin þætti ekki snjöll í ritmáli, þar sem völ er á öðrum betri, en enginn myndi að henni finna í daglegu tali. Hrynhendur. — Enginn vafi getr á því leikið, að fornmenn þektu eða fundu, hver munr er á hákveðu og lágkveðu. Stuðlanotkun þeirra sýnir það svo, að ekki er um að villast. Þeir forðast eins og heitan eld að láta yfirstuðul hníga í lág- kveðu. Þeir höfðu skömm á lágstuðlan, nema er hún var í lausu máli. Þar er hún prýði. Þeir fundu glöggt, að ljóðum þvarr þróttr, er yftirstuðull seig. Nú má segja: Þeir vöndust á þetta, þeir lærðu þetta hver af öðrum, án þess að gera sjer það Ijóst. En hæpin er sú fullyrðing. Hvernig gátu þeir vanist á þetta, þeir er fyrstir orktu hrynhendur? Þar fyrst reyndi á þekkingu eða þá svo næma bragkend, að furðu gegnir. Þá bragkend hafa ekki beztu skáld nú, nema þeim sje hjálpað, og stundum kostar tað áreynslu að koma þeim í skilning um, að lágstuðlan veiki Ijóð þeirra. Hrynhendan eins og hún var orkt fram að 1400 °9 jafnvel nokkuð lengr er og verðr ein þeirra líka, sem jeg hefi mestar og beztar fyrir þekkingu fornmanna. Þegar skáld- *n bættu braglið við dróttkvæðar braglínur og tóku að yrkja hrynhendur, hefði mátt búast við því, að ljóð þessi yrði full af lágstuðlunum. Það sakaði lítt þótt yfirstuðull stæði í öðrum braglið í dróttkvæðum vísum. Bragliðr sá, sem fór á undan honum, var lesinn sem forliðr annaðhvort einkvæður eða tví-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.