Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 36
228
TRÚIN Á JESÚM KRIST, GUÐSSON
EIMREIÐIN
ing eins ákveðið að mér og kennari minn í trúfræði við há-
skólann í Kaupmannahöfn, þá verandi prófessor Peder Mad-
sen, síðar Sjálandsbiskup. Frá honum hef ég þá kenning, en
hvorki frá guðspekingum né spíritistum. Um þetta getur höf-
undur ritlingsins sannfærst, ef hann vill hafa fyrir því að lesa
trúfræði hins látna trúfræðikennara, því að hún var gefin út
að honum látnum, og eitt eintak af bókinni er til í bókasafni
Guðfræðideildarinnar, sem höfundi ritlingsins er velkomið að
fá að láni. Eg er hræddur um, að Peder Madsen sáluga hefði
ekki farið að lítast á blikuna, ef hann hefði séð, að svo mikla
áherzlu væri farið að leggja á getnað ]esú af heilögum anda
og meyjarfæðinguna, að það útilokaði trúna á fortilveru Krists.
Ég get skotið því hér inn, að guðspekingar, sem hugsa mik-
ið um þetta efni, hallast tvímælalaust að þeim skilningnum, sem
ég hef nefnt annan í röðinni, og þeir skýra hann á sína vísu.
Þeir gera mun á Kristi og ]esú. Ef mér skjátlast eigi, líta
þeir svo á, að Kristur, hin himneska veran, hafi verið andinn,
sem kom yfir »lærisveininn« ]esú í skírninni, og þá byrjaði
að hvíla yfir honum eða taka líkama hans til notkunar. Sam-
kvæmt þessum skilningi trúa ýmsir þeirra því, að Kristur
muni koma aftur eða sé að koma aftur á vorum dögum með
sama hætti. Og eins og margir yðar hafa heyrt, er félagið
»Stjarnan í austri*, samkvæmt þessari sannfæring, að undir-
búa mannkynið undir þá komu hans.
Spíritistarnir aftur á móti fást ekki við þessi efni. Þeir eru
að reyna að sanna mannkyninu, að æðri heimur sé til, að vér
lifum eftir dauðann og unt sé að koma á sambandi við þá,
sem komnir eru til hins æðra heims.
Ég hef bent yður á, að ferns konar skilningur sé í N. tm.
lagður í heitið guðs-sonur. í augum allra rithöfunda N. tm.
var ]esús guðlegur, þótt þeir færu ýmsar leiðir til þess að
gera sér grein fyrir því, hvernig hann hefði öðlast tign sína,
speki sína, hinn undursamlega kærleika sinn og máttinn til að
gera kraftaverk. Hver skilningurinn sé réttastur, ætla ég mér
ekki að skera úr. Mér liggur við að halda, að það séu þeir
einir vor á meðal, sem fáfróðir eru í þessum efnum, sem
treysta sér til að fella dóm í því máli. Ég hef lýst því yfir,
að ég aðhyllist þriðja skilninginn, og ég hef tekið fram, að
mér finst að fjórði skilningurinn geti samrýmst honum, ef sú
kenning er ekki gerð of efnishyggjukend. En ég tel þá kenn-
ing aukaatriði í kristindóminum og alls ekki snerta megin-
kjarna vorrar kristnu trúar.
Gerið yður að lokum þetta ljóst: Ef fáein vers í forsögum
þeirra Matteusar og Lúkasar, sem vafasamt er, hvort upphaf-
lega hafa heyrt guðspjöllum þeirra til, hefðu aldrei inn í þær