Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1927, Side 36

Eimreiðin - 01.07.1927, Side 36
228 TRÚIN Á JESÚM KRIST, GUÐSSON EIMREIÐIN ing eins ákveðið að mér og kennari minn í trúfræði við há- skólann í Kaupmannahöfn, þá verandi prófessor Peder Mad- sen, síðar Sjálandsbiskup. Frá honum hef ég þá kenning, en hvorki frá guðspekingum né spíritistum. Um þetta getur höf- undur ritlingsins sannfærst, ef hann vill hafa fyrir því að lesa trúfræði hins látna trúfræðikennara, því að hún var gefin út að honum látnum, og eitt eintak af bókinni er til í bókasafni Guðfræðideildarinnar, sem höfundi ritlingsins er velkomið að fá að láni. Eg er hræddur um, að Peder Madsen sáluga hefði ekki farið að lítast á blikuna, ef hann hefði séð, að svo mikla áherzlu væri farið að leggja á getnað ]esú af heilögum anda og meyjarfæðinguna, að það útilokaði trúna á fortilveru Krists. Ég get skotið því hér inn, að guðspekingar, sem hugsa mik- ið um þetta efni, hallast tvímælalaust að þeim skilningnum, sem ég hef nefnt annan í röðinni, og þeir skýra hann á sína vísu. Þeir gera mun á Kristi og ]esú. Ef mér skjátlast eigi, líta þeir svo á, að Kristur, hin himneska veran, hafi verið andinn, sem kom yfir »lærisveininn« ]esú í skírninni, og þá byrjaði að hvíla yfir honum eða taka líkama hans til notkunar. Sam- kvæmt þessum skilningi trúa ýmsir þeirra því, að Kristur muni koma aftur eða sé að koma aftur á vorum dögum með sama hætti. Og eins og margir yðar hafa heyrt, er félagið »Stjarnan í austri*, samkvæmt þessari sannfæring, að undir- búa mannkynið undir þá komu hans. Spíritistarnir aftur á móti fást ekki við þessi efni. Þeir eru að reyna að sanna mannkyninu, að æðri heimur sé til, að vér lifum eftir dauðann og unt sé að koma á sambandi við þá, sem komnir eru til hins æðra heims. Ég hef bent yður á, að ferns konar skilningur sé í N. tm. lagður í heitið guðs-sonur. í augum allra rithöfunda N. tm. var ]esús guðlegur, þótt þeir færu ýmsar leiðir til þess að gera sér grein fyrir því, hvernig hann hefði öðlast tign sína, speki sína, hinn undursamlega kærleika sinn og máttinn til að gera kraftaverk. Hver skilningurinn sé réttastur, ætla ég mér ekki að skera úr. Mér liggur við að halda, að það séu þeir einir vor á meðal, sem fáfróðir eru í þessum efnum, sem treysta sér til að fella dóm í því máli. Ég hef lýst því yfir, að ég aðhyllist þriðja skilninginn, og ég hef tekið fram, að mér finst að fjórði skilningurinn geti samrýmst honum, ef sú kenning er ekki gerð of efnishyggjukend. En ég tel þá kenn- ing aukaatriði í kristindóminum og alls ekki snerta megin- kjarna vorrar kristnu trúar. Gerið yður að lokum þetta ljóst: Ef fáein vers í forsögum þeirra Matteusar og Lúkasar, sem vafasamt er, hvort upphaf- lega hafa heyrt guðspjöllum þeirra til, hefðu aldrei inn í þær
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.