Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 96
288
ÉG DÆMI ÞIG EKKI. —
EIMREIDIN
]á, alt, sem forðum var lífs þíns ljós,
er liðið í glaumsins djúpa ós,
og yfir því geimur auður.
— Þú myrðir tímann við heimsins hrós,
af hjarta kaldur og snauður. —
Þú lifir — en löngu dauður.
Ég dæmi þig ekki, syndug sál,
því sjálfan mig glepur heimsins tál,
og sama friðlausa fátið. —
Ég heyrði forðum guðs heilagt mál,
— þó hefi ég blekkjast látið.
Við gætum því saman grátið.
Jóhannes úr Kötlum.
Sjálfstraust.
Sjálfstraust er kjarni alls hetjuskapar. Það er ástand her-
væddrar sálar, og tilgangur þess og takmark er, að bjóða
falsi og ranglæti byrginn, en máttur þess er í því fólginn,
að bera alt, sem ill öfl geta af stað komið. Sá, sem á sjálfs-
traust, mælir sannleika, er réttlátur, göfugur, gestrisinn, hóf-
samur. Hann fyrirlítur smámunalega undirhyggju, og hann
fyrirlítur alt háð og bakmæ/gi. Hann er fastur fyrir og kann
ekki að hræðast. Hann er vígi, sem aldrei verður unnið.
R. W. Emerson.