Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 100
292
RADDIR
EIMREIÐIN
slúöur, og loks verður að fylgja þessu hæfileiki til að gera lítið og
segja enn þá minna.
Þá var eitt svarið á þessa Ieið: Umburðarlyndi hefur þrjár hliðar.
Það birtist í tilfinningum, vitsmunum og siðferði. í tilfinningunum kemur
það fram sem mannúð, í vitsmununum sem skijningur á orsökum og
ástæðum fyrir breytni annara, og í siðferði sem föst og skýr siðgæðis-
meðvitund. Þetta þrent samanlagt gerir það að verkum, að vér umberum,
metum réttilega og styðjum oft athafnir, sem eru f andstöðu við eigin eðli
vort og skoðanir. Siðferðilega hliðin varnar því, að umburðarlyndið verði
að læpuskap, og tryggir það, að umburðarlyndi verði uppspretta máttar
en ekki veikleika.
Kanske einhverjir af lesendum Eimr. vildu skýrgreina orðið umburðar-
Iyndi á ekki lakari hátt en gert er með svörum þessum. Það er góð
gestaþraut.
BÓKMENTIRNAR OG LÍFIÐ. [Haustið 1925 reit
danski rithöfundurinn Emil Bönnelycke grein í »Tidens
Tanker«, þar sem hann ræðst óvægilega á skáld og rithöf-
unda, jafnframt því sem hann fer hörðum orðum um rithöf-
undarstarfsemi sjálfs sín. Kveður í greininni mjög við annan
tón en menn eiga að venjast, en fæstum mun blandast hugur
um, að margt er satt í orðum höfundar. Fyrir skömmu kom
út eftir hann á kostnað Gyldendals-forlags sagan »Ny Ung-
dom«, þar sem hann ræðst meðal annars á Scala-leikhúsið,
einhvern fjölsóttasta skemtistað Kaupmannahafnarbúa, and-
leysið og siðspillinguna bæði þar og víðar. Vakti bók þessi upp-
þot mikið, og lá við málaferlum. Bókin seldist upp á fáum dög-
um. Kafli sá, sem hér fer á eftir, er þýddur úr fyrnefndri grein].
Ég hélt lengi vel, að starf mitt í þágu bókmentanna myndi ósjálfrált
gera mig að sannari og betri manni. Ég hélt, að það að skrifa myndi
hafa lík áhrif á mig eins og bænin á hinn guðhrædda eða baráttan við
að finna guð á hinn trúlausa. Átta ára starf mitt í þágu bókmentanna
hefur ekki haft snefil af göfgandi áhrifum á mig. Ég er þvert á móti
orðinn forhertur, hrokafullur og kvikinzkur. Ég er orðinn spottari, og
ekkert annað en fátæklegur og hversdagslegur „mentaðra manna" stíllinn
kemur í veg fyrir, að ég fer ekki ókvæðisorðum um tortímandi áhrif bók-
mentanna á mennina — þeirra bókmenta, sem heimurinn vegsamar og