Eimreiðin - 01.04.1930, Page 26
EIMREIÐIN
Skíðaför í Alpafjöllum.
Dagana lengir hægt og hægt. —
Uppi við fjallakofann rýkur glitrandi úðinn upp úr dimmum
gljúfrum. Endalaus víðátta af gráu sandsorfnu grjóti blikar
undir sól að sjá, en jöklarnir eru huldir heillandi móðu.-
Uti við sjóinn grúfa skúraflókar yfir boðunum. Hressandi lykt
af gróandi þangi minnir mann á, að gaman væri að liggja
við útsker og horfa á gljástrokna selskrokka byltast um klapp-
irnar. — Tvö reginöfl, haf og háfjöll, kveikja á blysum end-
urminninganna og bregða upp dýrðlegum myndum. Öfl þessi
birtast oft hreinræktuð gegn um aldir í einni persónu: í annan
stofn ef íil vill formenn, sem sóttu hákarla út á yztu mið, í
vetrarbyljum og hroðasjó, í hinn: fjallabændur rauðeygðir,
hvatlegir og bjartir yfirlitum. Þegar þessi höfuðeigindi mætast
í algerðri andstöðu, verður annað tveggja undan að láta, eins
og þegar skriðjöklar velta heljarbjörgum eða æðisgengið haf-
rót hristir himinhá standbjörgin. Öfl þessi geta verið misrík í
huga manns, en til þeirra á að telja máttugasti þáttur þróun-
arinnar — útþráin. Hún er óviðráðanlegt afl, sem ekki lætur
stjórnast af hamingju eða óhamingju og ekki tekur tillit til
lífs eða dauða, enda sterkari en hvorttveggja. Allur fjöldinn