Eimreiðin - 01.04.1930, Side 28
124
SKÍÐAFÖR í ALPAFJÖLLUM
EIMREIÐIN
útflúruðum tinlokum standa á veggsyllunum. Gestgjafinn er
gamall og hærður, en brjóst hans er breitt og sterkt eins og
á skógarbirni. Hann hefur um dagana bjargað 17 mannslíf-
um úr stórhríðum, snjóflóðum og bergvillu. Húsmóðirin er
knýtt og bækluð orðin, eins og grenitré, sem staðið hefur öld
á fjallskambi, þar sem allir vindar næddu. Hún á í horninu
grazíu og gamalt balsam til að græða þá með, sem hrapað
hafa á fjöllum og sloppið með skeinur og beinbrot. í kofa
þessum ætlum við félagar að mætast á ákveðnum degi. Við
höfum ekki sést nú í þrjú ár, því meginlönd og úthöf voru
á milli.
Niðri á láglendinu er snjórinn farinn að minka. Lestin
brunar til fjalla. Há og tignarleg gnæfa þau við rauðgráan
himin, bláhvít, skörðótt, endalaus keðja. Langt í suðri ber
úfna hásléttu yfir tindaþyrpingarnar. Það er áfanginn >Stein-
hafið* (Steinevne Meer), keppikefli allra skíðamanna, sem
komast vilja upp úr miðjum hlíðum. Þó ber allra hæst hyrnu
»Wattmanns«, enda horfir steinrisinn, kona hans og 7 börn
(þannig í þjóðsögum) yfir land Andreasar Hofers: Tirol.
Dalirnir þrengjast meir og meir, og skógarnir þéttast. Inni á
milli stofnanna bregður fyrir snæhérum og einstaka forvitnu
rádýri. Við förum fram hjá þorpum og bændabýlum. Fjalla-
búar standa í dyrum og totta pípur sínar, sem eru venjulega
feikna langar og útskornar haglega. Þeir eru í útsaumuðum
hjartarskinnsbuxum og ljósgráum stuttjökkum með græna skúf-
hatta á höfði. Alstaðar er tekið á móti manni með kveðju
fjallabúa: „Griiss Gott, Bergheil!“ (Guðskveðjur, heill á fjöli-
um!). Lestin er full af skíðafólki. Piltarnir hlæja að ungu stúlk-
unum og kalla þær skíðahéra. — Altaf þrengjast dalirnir, unz
fjöllin, þung og ógnandi, virðast grúfa yfir lestinni. Hin kulda-
lega hátign fjallanna hefur áhrif á samferðafólkið. Það talar
rólegar, með þyngri áherzlum, og ýmsir fara að rifja upp
æfintýralegar hreystisögur, sem gerst hafa í harðri baráttu við
blindhríðar og ísklambraða tinda. Sessunautur minn er gamall
maður með Franz Jósefs skegg. Hann sagði mér sögu skelf-
ingar-brúarinnar. »Brúin sú er hér inni í dalnum«, sagði hann.
»Ain er þar í hvítfyssandi strengjum. Áður fyr toldi aldrei
brú á henni. í vorflóðum sópuðust þær af og stöplarnir með.