Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Side 28

Eimreiðin - 01.04.1930, Side 28
124 SKÍÐAFÖR í ALPAFJÖLLUM EIMREIÐIN útflúruðum tinlokum standa á veggsyllunum. Gestgjafinn er gamall og hærður, en brjóst hans er breitt og sterkt eins og á skógarbirni. Hann hefur um dagana bjargað 17 mannslíf- um úr stórhríðum, snjóflóðum og bergvillu. Húsmóðirin er knýtt og bækluð orðin, eins og grenitré, sem staðið hefur öld á fjallskambi, þar sem allir vindar næddu. Hún á í horninu grazíu og gamalt balsam til að græða þá með, sem hrapað hafa á fjöllum og sloppið með skeinur og beinbrot. í kofa þessum ætlum við félagar að mætast á ákveðnum degi. Við höfum ekki sést nú í þrjú ár, því meginlönd og úthöf voru á milli. Niðri á láglendinu er snjórinn farinn að minka. Lestin brunar til fjalla. Há og tignarleg gnæfa þau við rauðgráan himin, bláhvít, skörðótt, endalaus keðja. Langt í suðri ber úfna hásléttu yfir tindaþyrpingarnar. Það er áfanginn >Stein- hafið* (Steinevne Meer), keppikefli allra skíðamanna, sem komast vilja upp úr miðjum hlíðum. Þó ber allra hæst hyrnu »Wattmanns«, enda horfir steinrisinn, kona hans og 7 börn (þannig í þjóðsögum) yfir land Andreasar Hofers: Tirol. Dalirnir þrengjast meir og meir, og skógarnir þéttast. Inni á milli stofnanna bregður fyrir snæhérum og einstaka forvitnu rádýri. Við förum fram hjá þorpum og bændabýlum. Fjalla- búar standa í dyrum og totta pípur sínar, sem eru venjulega feikna langar og útskornar haglega. Þeir eru í útsaumuðum hjartarskinnsbuxum og ljósgráum stuttjökkum með græna skúf- hatta á höfði. Alstaðar er tekið á móti manni með kveðju fjallabúa: „Griiss Gott, Bergheil!“ (Guðskveðjur, heill á fjöli- um!). Lestin er full af skíðafólki. Piltarnir hlæja að ungu stúlk- unum og kalla þær skíðahéra. — Altaf þrengjast dalirnir, unz fjöllin, þung og ógnandi, virðast grúfa yfir lestinni. Hin kulda- lega hátign fjallanna hefur áhrif á samferðafólkið. Það talar rólegar, með þyngri áherzlum, og ýmsir fara að rifja upp æfintýralegar hreystisögur, sem gerst hafa í harðri baráttu við blindhríðar og ísklambraða tinda. Sessunautur minn er gamall maður með Franz Jósefs skegg. Hann sagði mér sögu skelf- ingar-brúarinnar. »Brúin sú er hér inni í dalnum«, sagði hann. »Ain er þar í hvítfyssandi strengjum. Áður fyr toldi aldrei brú á henni. í vorflóðum sópuðust þær af og stöplarnir með.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.