Eimreiðin - 01.04.1930, Page 29
EIMREIÐIN
SKÍÐAFÖR í ALPAF]ÖLLUM
125
í skessukötlunum í gilinu möluðust meterþykk tré í spýtur á
stærð við tjóðurhæla. Þá héldu karlarnir í dalnum ráðstefnu
og báðu um hjálp guðs og hins heilaga föður í Salzburg.
Þetta var í þá daga er erkibiskuparnir í Salzburg-kastal-
anum stjórnuðu Berchtesgadener-landi. Endir ráðstefnunnar
var sá, að ákveðið var að færa djöflunum í gilinu mannfórn
— vanfæra konu. — Þeir tóku umkomulausa, gullfagra stúlku,
sem hafði galdrað sjálfan aðstoðarprest biskupsins til ásta við
Hrímþoka á fjöllum.
s>9> og múruðu hana inn í annan brúarstöpulinn. Sögurnar
se9Ía, að hljóð stúlkunnar hafi heyrst um allan dalinn, og að
hún hafi beðið svo átakanlega um hjálp, að menn þeir, sem
voru látnir framkvæma verkið, hafi orðið sturlaðir; annars
voru þeir engar kveifur, því í hinu alkunna »syndaherbergi«
í Salzburg-kastala voru þeir vanir að hjólbrjóta »nornir« og
steikja þær stúlkur við hægan eld, sem voru of fagrar til að
lifa«. Gamli maðurinn lækkaði nú róminn og hélt áfram: »Op
stúlkunnar í stöplinum heyrir maður oft enn í dag. Eitt sinn
vorum við átta ungir menn að fella tré í nánd við brúna. Þá
heyrðum við glögt þungar stunur undir brúnni, og þegar við
komum nær mátti heyra, hvernig múrinn var rifinn og krass-
aður eins og með berum kögglunum. Loks voru barin þrjú