Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 40
136
ÞJÓÐSKIPULAG OG ÞINGRÆÐI
EIMREIÐIM
sig einvörðungu og fánýta slundarhagsmuni, vilja ekki una því.
Og í því virðist einmitt, ef grannskoðað er, tilgangur lífsins
framar öllu fólginn, að vinna að því að bæta, bæta mannlífið,
hið innra og ytra. En þá er það líka orðin skylda hvers meg-
andi manns, að skirrast ekki þær tilraunir og leggja sinn skerf
fram, eftir því sem skynsemi hans og samvizka gerir hon-
um kleift.
En enginn skyldi ætla sér þá dul að breyta ríkjandi skipu-
lagi, hvort sem er í einstaklegum eða almennum efnum, í einu
vetfangi, reynsla og mannlegt eðli sýna það nógsamlega og
sanna, að slíkt er ekki gerlegt, — nema þá með byltingu, er
samvizkusamir menn vilja forðast, með því að oftast er þá úr
öskunni flanað í eldinn, sem brennir og eyðir miklu fleiri
verðmætum en vinnast.
Byltingin er því ekki rétt leið til bóta.
Hið svonefnda þingræði er hið ríkjandi stjórnskipulag hér
á landi nú, eins og víðar. Þykir mörgum það yfirleitt gallað
orðið úr hófi, þótt ekki sé það sérlega gamalt.
Guðmundur prófessor Hannesson hefur nýlega ritað um
þetta efni grein, í tímaritið Eimreiðina, er hann nefnir »Goða-
stjórn«. Eindregnar blaðagreinir hefur hann einnig áður um
það skrifað, þar sem göllum þess er rækilega lýst og jafn-
framt bent á ráð til bóta (»Nýmæli« 1914 og »Út úr ógöng-
unum« 1926, er einnig kom út sérstakt). — Um þetta rita
margir nú á tímum víða um lönd, og hér á landi hafa, auk
G. H., fleiri um það fjallað, sérstaklega dr. Guðm. Finnboga-
son landsbókavörður, í merkilegri og alhliða bók (»Stjórnar-
bót« 1924), ennfremur próf. Ág. H. Bjarnason (1919) og —
um kosningahliðina — hinn ungi lögfræðingur Thor Thors
(1928), o. fl.
Um margt hefur Guðm. Hannesson ritað um dagana, og
ávalt þannig, að af hefur borið að skarpri skynsemd og djörf-
ung. Með því er ekki sagt, að úrræði hans hafi ætíð verið
framkvæmanleg, enda er þess ekki að vænta um mikilfeng
málefni, sem ef til vill fyrsta sinni er tekið föstum tökum á.
Það er ekki ætíð djúpt hugsað, sem framkvæmt er þegar í