Eimreiðin - 01.04.1930, Page 46
142
ÞJÓÐSKIPULAG OG ÞINGRÆÐI
EIMREIÐIN
orð« (G. H.). — Þar sem tvær fyrsttaldar uppástungur virð-
ast gera ráð fyrir, að þingmenn séu kosnir til ákvedins tíma-
bils (t. d. fárra ára kjörtímabils, líkt og nú), vill hin síðast-
greinda, að þeir séu kjörnir æfi/angt, og tel ég það höfuð-
nýmælið (nýtt er og að kenna þetta við goða, eins og til
forna); hitt eru í rauninni gamlir kunningjar í hugsun manna,
og að nokkru leyti í umræðum, þótt einna ákveðnast sé það
nú fram sett (sbr. við fyrstu till. skrif P. Br. 1900, við aðra
kosn.Iagafrv. H. Hafst. 1905, o. s. frv.).
Ef tilgangurinn er með þessum tillögum að »stemma á að
ósi«, að því er snertir ávirðingar þingræðisins, þá er Ijóst, að
það tekst hvergi nærri, þótt að sumu leyti sé ekki óhugsandi,
að þetta mundi lina þær í einhverjum einstökum tilfellum.
Kjósendur eru hinir sömu, þingmenn verða líkir. Og samkjör
allra þingmanna um land alt er ennþá alt of fjarri og yrði
torsótt í verki. — Oneitanlega er æfikjörið hjá G. H. líkleg-
ast til þess að gera mun í þessu efni, svo að ýmsir gallar
þingræðisins hyrfu, en því fylgja aftur á móti slíkir annmark-
ar, að eigi verður á það fallist. Að sitja með fulltrúa sína
æfílangt, er svo fjarstætt nútímahugsun manna, að ekki er að
búast við, að því yrði á komið með almenningsvilja (sem þó
yrði að vera), og í annan stað er þá miklu hreinlegra að
láta slíkt alls ekki vera komið undir neinum »almennum
kosningum*, heldur ákvarða, að eitthvert úrval »beztu manna«
feli »stjórnarstörfin« þar til hæfum mönnum (þangað til þeir
yrðu þá reknir frá með ofbeldi, eins og í gamla daga!). Því
að afbrigðin frá þessu æfikjöri eru alveg sýnilega einskisvirði
— þetta að segja sig úr og í »þing« með hinum eða
þessum »goða« — og yrðu aldrei raunhæf til nota, enda all-
miklum óþægindum bundin, bæði með tilliti til skoðana manna
og hagsmuna héraðanna, hvers um sig.
Frá öðru sjónarmiði eru einmennis- (eða fámennis-) kjör-
dæmin ákjósanlegri hér á landi, enn sem komið er, heldur
en full sameining um landið alt, eins og tekið var fram, og
verður ekki séð, að það muni breytast á annan veg fram
eftir öldinni. Eg er alveg sammála þeim, sem ekki leggja alla
áherzluna á mannfjöldann; slík jafnaðarreikningsdæmi eiga
hér ekki við, eins og til hagar um staðhætti o. fl. Þarf þar