Eimreiðin - 01.04.1930, Side 49
eimreiðin
Þ]ÓÐSKIPULAG OG ÞINGRÆÐI
145
En — vitanlega má spyrja við öllu þessu: Hvenær fást
menn til þess að samþykkja það, sem jafnvel viturlegt og
heppilegt gæti verið, ef það ríður að einhverju leyti í bág við
það, sem þeir telja sjálfum sér haganlegast? Er nú á tímum
verið að ala þjóðfélagsborgarana upp í því að afneita sjálfum
sér? Biðjum fyrir oss, nei! Hvenær vilja þingmenn sjálfvilj-
ugir afneita bitlingum og hrossakaupum? Hugsast getur —
og er enda líklegt, eins og tekið hefur verið fram, — að al-
menningur fengist til þess að knýja þingið, með nógu þrálát-
um kröfum, til þess að lögleiða stjórnarbreytingu í þá átt,
sem áður er greint og bráðnauðsynleg verður að teljast
(Iandsstjóri — ráðherra). En hvenær fást >háttvirtir kjósend-
ur* til þess að fallast á kosningaskipulag, sem meinar þeim
að kjósa sinn eigin þingmann heima við sínar eigin bæjardyr?
Reynslan verður að skera úr því, þar sem líka er víst, að
lítt hlutvandir æsingaseggir, sem vilja bola sjálfum sér fram,
rnunu spana alþýðu upp til mótþróa gegn öllum slíkum til-
lögum, þótt þær miði til bóta fyrir þjóðfélagið alt. —
Þannig verður ekki hjá því komist að reka sig sífelt á það,
að það er einstaklingsþroskinn, sem alt veltur á, en honum
hefur lítið eða ekki farið fram, síðan sögur hófust.
Og þó ber ekki að leggja árar í bát. Það, sem rétt er, á
að segjast — og framkvæmast.
Gísli Sveinsson.
Á heimleið
hiö mikla, sem mér bjó í sál,
E.a man víst, eins og margir aörir,
aeskan sat með fleygar fjaðrir
við fríðra drauma vökutál
]á, hitt er óvíst, öllum þránum
hvort æfin hefur svölun veitt
og afborgun af öllum lánum,
sem æskan tók, að fullu greitt.
°9 vermdi hverja von og þrá. —
Það vor, sem yfir tindum lá! —
með hreti yfir dal og strönd,
°9 þungra skýja skari flýgur
Eg man það víst, er haustið hnígur,
Því það er sárust sorg á kveldi
að sitja og hafa brent sinn væng
í drauma sinna eigin eldi
með öskuhrúgu fyrir sæng,
en ennþá þyngri ógnin var,
ef annars vængir brunnu þar.
- yili Vimuuu IVl
tn hitt er óvíst, hversu greið
rn^r hefur þótt sú farna leið.
með skuggum yfir bliknuð Iönd.
Guðmundur Böðvarsson.
10