Eimreiðin - 01.04.1930, Page 50
EIMREIÐIN
Þrjú kvæði.
[Höf. þessara kvæða er ungur maður, sem aldrei hefur birl neitt áður á
prenti af ljóðum sínum. Hann er sonur Hjartar heitins Snorrasonar alþm.].
Sumarkvöld á Sjálandi.
Akranna gulu bylgju-brjóst
blærinn mjúklega strýkur.
Húmið læðist um hljóðan skóg.
Háreysti dagsins víkur.
(Jm skógarins háu hallarþil
fer hnígandi sólin logum,
svo laufið skín eins og glóandi gull
í greinanna svörtu bogum.
Nú ómar hringing um angangöng,
ange/us þakkar og biður. ...
Ó, seiðljúfa fegurð, sólvarma jörð,
svefnvana, djúpi friður!
Um haust.
Glitra í vestri gullin fjarðarsund.
Gráhvítur snjórinn þekur víða grund.
Síðustu Iauf á lágum, berum lund
losna af greinum, flögra á léttum væng
andsvalrar golu, ofurlitla stund,
eins og þau kvíði moldarinnar fund’,
falla svo hljótt, sem drjúpi opin und,
í hina mjúku, hvítu banasæng.
Himininn breiðir húmsins værðarlín
hægt yfir dánu jarðarbörnin sín.