Eimreiðin - 01.04.1930, Page 55
eimreiðin
ÞJÓÐABANDALAGIÐ TÍU ÁRA
151
og Svía, en Irygði Álendingum ýms mikilvæg réttindi og víð-
taekt sjálfstæði, þó að það viðurkendi um Ieið finsk yfirráð
eyjanna.
Deilan milli Litháens og Póllands, um borgina Vilnu og
héraðið umhverfis, 1920—1923.
Deilan um Efri-SIésíu 1921 —1922.
Gvísk-ítalska deilan 1923 út af drápi ítalska hershöfðingj-
ans Tellini og félaga hans. Hershöfðinginn var drepinn 27.
Höllin í Versölum, þar sem friðarsamningarnir voru gerðir.
ágúst 1923, ásamt þrem öðrum ítölskum þegnum, er hann var
á landamæra-eftirlitsferð í Albaníu. Tveim dögum síðar gerði
ítalska stjórnin þessar kröfur til grísku stjórnarinnar: 1. Að
hún bæði opinberlega um fyrirgefningu. 2. Að hún léti fram
fara minningar-guðsþjónustu í dómkirkjunni í Aþenu, þar sem
allir meðlimir sljórnarinnar væru viðstaddir. 3. Að gríski flot-
inn sýndi ítalska fánanum þau lotningarmerki á höfninni í
Piræus, að hvert skip í flotanum léti skjóta 21 fallbyssuskoti
og draga um leið ítalska fánann að hún. 4. Að gríska stjórnin
léti fara fram innan fimm daga rannsókn á staðnum, þar sem
drápið var framið. 5. Að hún léti taka af lífi alla þá, er við
drápið voru riðnir. 6. Að hún greiddi 50 þúsund lírur í skaða-
hætur innan fimm daga. 7. Að settur yrði grískur hervörður til
heiðurs hinum látnu um leið og lík þeirra yrðu flutt um borð