Eimreiðin - 01.04.1930, Page 59
eimreiðin
ÞJÓÐABANDALAGIÐ TÍU ÁRA
155
hlutaþjóðernin enn allsstaðar þessarar verndar. Svo er um
Þjóðverja í Frakklandi, Ítalíu, Póllandi og Danmörku, og Dani
og Pólverja í Þýzkalandi.
Eftir friðarsamningana í Versölum urðu Þjóðverjar að láta
af hendi nýlendur sínar til Bandamanna. I nýlendum þessum
eru um 14 miljónir íbíia, og í löndum þeim, sem Tyrkir mistu
eftir ófriðinn, eru 7—8
miljónir íbúa. Þjóða-
bandalagið fékk nú það
hlutverk að hafa eftir-
ht með löndum þess-
U1n, og skyldu Banda-
Wenn fara með stjórn
beirra í nafni banda-
lagsins. England tók
að sér að stjórna hluta
af nýlendum Þjóðverja
' Afríku, Palestínu,
Mesopotamíu og land-
svæðum í Ástralíu, og
nam íbúatala þessara
Janda alls um 10 mil-
jónum. Frakkar fengu
Sýrland og einn hlut-
ann af nýlendum Þjóð-
vena í Afríku, með 7
rohj. íbúa alls, Belgía
fékk héruð í Afríku með 5 milj., og Japanir nokkrar eyjar í Kyrra-
hafinu. Þjóðabandalagið hefur nú haft það starf með höndum
að sjá um, að alt fari fram með friði og spekt í löndum þess-
Um og að Bandamenn misbeiti þar í engu valdi sínu. Hefur
samkomulagið milli íbúanna og stjórnenda stundum verið bág-
orið. I Sýrlandi varð hvað eftir annað uppreisn á árunum
1925—’27, og í Palestínu hafa orðið óeirðir milli Araba og
Yðinga hvað eftir annað, síðast í sumar sem leið. í þýzku
uÝlendunum hefur borið á því, að íbúarnir hafi verið beittir
u9un, svo að Þjóðabandalagið hefur orðið að grípa í taum-