Eimreiðin - 01.04.1930, Page 60
156
ÞJÓÐABANDALAGIÐ TÍU ÁRA
EIMREIÐIN
ana. Loks hefur Þjóðabandalagið með höndum stjórn Saars-
héraðsins og eftirlit með stjórn fríríkisins Danzig.
Þá hefur Þjóðabandalagið unnið ómetanlegt starf í þágu
heilbrigðismála, menta- og uppeldismála og allskonar fræðslu-
starfsemi. Það hefur barist fyrir afnámi þrælahalds, gegn nautn
ópíums og annara deyfilyfja, gegn hvítri þrælasölu og illri
Þegar Þýzkaland gekk í Þjóöabandalagiö. Dr. Stresemann, þáverandi
utanríkisráðherra ÞjóÖverja, ávarpar þing bandalagsins með ræðu, hinn 10.
sept. 1926, daginn sem þýzku fulltrúarnir tóku sæti í þinginu í fyrsta sinn.
meðferð barna — og allsstaðar orðið nokkuð ágengt. Alkunn
er hin mikla hjálp, sem það veitti herföngum og flóttamönn-
um að stríðinu loknu. Er talið, að það hafi alls hjálpað yfir
400.000 herföngum úr Mið-Evrópu heim úr fangabúðunum í
Síberíu, auk þeirrar hjálpar, sem það veitti grískum og búlg-
örskum flóttamönnum, eins og áður er um getið, svo og land-
flótta Rússum. Það er Norðmaðurinn Friðþjófur Nansen, sem
stjórnað hefur þessu umfangsmikla og erfiða verki.
Starf bandalagsins í þágu heilbrigðismálanna hefur fyrst og
fremst verið í því fólgið að koma á samvinnu og samtökum