Eimreiðin - 01.04.1930, Page 63
eimreiðin
ÞJÓÐABANDALAGIÐ TÍU ÁRA
159
síðan hafa öll þing þess, 11 talsins, verið haldin í Genf.
Verkamálasambandið hefur gert 29 samþyktir um ýmsar
endurbaetur á félagsmálalöggjöf þjóðanna, svo sem um trygg-
ingar verkamanna, takmörkun vinnutíma, næturvinnu kvenna
°S unglinga, vinnuskiftingu o. fl. Hafa margar þessar sam-
þyktir verið teknar upp heima fyrir af þjóðum þeim, sem eru
í bandalaginu. En auk samþyktanna hefur Verkamálasam-
bandið gefið út 33 leiðbeiningar í ýmsum greinum verka-
Fundur í þingi Þjóðabandalagsins í Genf.
tnálanna handa þjóðunum til að fara eftir. Þá hefur Verka-
málasambandið safnað óhemjumiklum gögnum um verkamál
hvaðanæfa og svarað fjölda fyrirspurna um ýms erfið úr-
lausnarefni á sviði félagsmálanna, enda er skrifstofa sam-
bandsins talin að vera sú fullkomnasta fræðslustofnun, sem
«1 er í þeim málum.
Eins og gefur að skilja, hefur orðið að fara fljótt yfir sögu
1 þessu stutta yfirliti um störf Þjóðabandalagsins þau tíu ár,
Sem liðin eru síðan það var stofnað. Hefur aðeins verið
drepið á það helsta af gerðum þess. En það ætti þó að vera
nægilegt til að sýna, hve víðtæk og yfirgripsmikil stofnun
bandalagið er orðið. Eins og öll mannaverk, hefur það orðið
fvrir árásum og hvassri gagnrýni. Sumir óttast, að hér sé að