Eimreiðin - 01.04.1930, Side 64
160
ÞjÓÐABANDALAGIÐ TÍU ÁRA
EIMREIÐIN
myndast skrifstofubákn, þar sem skriffinskan beri framkvæmd-
irnar ofurliði. Alt starf bandalagsins hingað til bendir til þess,
að sá ótti sé ástæðulaus. Ef til vill eru þeir menn einnig til,
sem þykjast sjá í Þjóðabandalaginu fjörbrot Evrópuríkjanna.
Það eru bölsýnismenn eins og Spengler, sem í bók sinni
»LJntergang des Abendlandes* sér ekki annað en hrun álf-
unnar framundan. En sé það nokkuð, sem getur gefið mann-
kyninu trúna á framtíðina, þá er það bræðralagshugsjón sú,
sem Þjóðabandalagið leitast við að koma í framkvæmd í við-
skiftum þjóðanna. Það er enn vart komið af barnsaldrinum.
En það er þegar orðin stórfeldasta tilraunin, sem mannkyns-
sagan þekkir, til að tengja þjóðirnar böndum bræðralags og
gagnkvæms skilnings undir einni yfirstjórn. Það er sem maður
eygi framundan samtök allra þjóða og ríkja, undir einni
stjórn. Oteljandi verða þau vonbrigði og þær tafir, sem á vegi
mannkynsins verða, áður en þessu takmarki er náð. En öll
skynsamleg rök styðja þá skoðun, að einhverntíma kunni
þetta að verða. Að minsta kosti ættu allir að geta tekið undir
þá ósk persneska fulltrúans Foroughi í ræðu hans 7. septem-
ber síðastliðinn, er hornsteinninn var lagður að hinni nýju
risabyggingu Þjóðabandalagsins í Genf, að hin göfuga hug-
sjón bandalagsins um allsherjarfrið og bræðralag megi lýsa
eins og voldugur viti út á meðal mannanna og boða komu
nýrrar og betri aldar.
Sveinn Sigurðsson.