Eimreiðin - 01.04.1930, Page 66
162
OG LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR ...
EIMREIÐIN
skirpt út úr sér. Síðan fer hann heim og gerir sér miðdegis-
verð. Og ef þú finnur nógu marga vindlingastubba til að fylla
vasann á stóru treyjunni þinni, sem er alt of stór, þá prúttar
hann við þig í hálftíma og borgar þér fimm sent. Því hann
hefur svo mikla lífsreynslu. Hamingjan góða, hvað maður
verður óhreinn um hendurnar.
2.
En í rauninni er vindlingatínslan aðeins aukageta fyrir son
vorn, sem skríður eins og skítugur maðkur í glitrandi miljóna-
virðinu á »Market«. Nánar tiltekið, þá hefur þjóðfélagið pantað
hann til þess að safna gömlum dagblöðum. Og hann hefur
meðferðis stóra skjóðu. Og það líður ekki sá dagur, að hann
troðfylli ekki skjóðuna sína, því hann hefur sett sér takmark,
og það er að koma aldrei heim án þess að hafa troðfylt
skjóðuna sína og selt innihaldið fyrir tólf—fimtán sent á há-
yfir-ruslastöðinni, þangað sem alt rusl fer til þess að verða
að nýju og betra rusli. Hann hefur fengist við þessa starf-
semi að undanförnu til þess að vinna fyrir móður sinni, sem
er aumingi. Stunur hennar eru bitrar eins og rakhnífar. Iðu-
lega vinnur hann fyrir tuttugu og fimm sentum á dag, og
öðru megin á peningnum er mynd af fugli, sem sperrir væng-
ina út í loftið til einskis, en það eru Bandaríki Ameríku;
hinumegin er mynd af næstum því berlæraðri stúlku með
hlemm í annari hendi, en spýtu í hinni, svo að hún geti barið
í hlemminn. Það er Frelsið.
3.
Og nóttin steypist yfir auglýsingarnar á Kyrrahafsströnd-
inni. Palmolívsápustúlkan stingur glóandi kinnunum fram úr
bjarmanum, sem ljómar undan dýrlingsnafninu Foster & Kleiser.
Og Úlfalda-vindlingamaðurinn, háflibbaður og slifsisprúður,
gefur með strang-hjartanlegum sannfæringarsvip og heiðarleik
kapítalismans þessa yfirlýsingu: Eg hef reynt þá alla; — gefið
mér Úlfalda! Samanber Georg Washington: Faðir, ég Se*
ekki logið! Og »Chrysler« skrifar með mannhæðarháum raf-
magnsstöfum, að hann gefi hverjum, sem hafa vill, tvær bif-
reiðar fyrir ekkert, ef þeir vinni í einhverju smávegis hapP'