Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Page 66

Eimreiðin - 01.04.1930, Page 66
162 OG LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR ... EIMREIÐIN skirpt út úr sér. Síðan fer hann heim og gerir sér miðdegis- verð. Og ef þú finnur nógu marga vindlingastubba til að fylla vasann á stóru treyjunni þinni, sem er alt of stór, þá prúttar hann við þig í hálftíma og borgar þér fimm sent. Því hann hefur svo mikla lífsreynslu. Hamingjan góða, hvað maður verður óhreinn um hendurnar. 2. En í rauninni er vindlingatínslan aðeins aukageta fyrir son vorn, sem skríður eins og skítugur maðkur í glitrandi miljóna- virðinu á »Market«. Nánar tiltekið, þá hefur þjóðfélagið pantað hann til þess að safna gömlum dagblöðum. Og hann hefur meðferðis stóra skjóðu. Og það líður ekki sá dagur, að hann troðfylli ekki skjóðuna sína, því hann hefur sett sér takmark, og það er að koma aldrei heim án þess að hafa troðfylt skjóðuna sína og selt innihaldið fyrir tólf—fimtán sent á há- yfir-ruslastöðinni, þangað sem alt rusl fer til þess að verða að nýju og betra rusli. Hann hefur fengist við þessa starf- semi að undanförnu til þess að vinna fyrir móður sinni, sem er aumingi. Stunur hennar eru bitrar eins og rakhnífar. Iðu- lega vinnur hann fyrir tuttugu og fimm sentum á dag, og öðru megin á peningnum er mynd af fugli, sem sperrir væng- ina út í loftið til einskis, en það eru Bandaríki Ameríku; hinumegin er mynd af næstum því berlæraðri stúlku með hlemm í annari hendi, en spýtu í hinni, svo að hún geti barið í hlemminn. Það er Frelsið. 3. Og nóttin steypist yfir auglýsingarnar á Kyrrahafsströnd- inni. Palmolívsápustúlkan stingur glóandi kinnunum fram úr bjarmanum, sem ljómar undan dýrlingsnafninu Foster & Kleiser. Og Úlfalda-vindlingamaðurinn, háflibbaður og slifsisprúður, gefur með strang-hjartanlegum sannfæringarsvip og heiðarleik kapítalismans þessa yfirlýsingu: Eg hef reynt þá alla; — gefið mér Úlfalda! Samanber Georg Washington: Faðir, ég Se* ekki logið! Og »Chrysler« skrifar með mannhæðarháum raf- magnsstöfum, að hann gefi hverjum, sem hafa vill, tvær bif- reiðar fyrir ekkert, ef þeir vinni í einhverju smávegis hapP'
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.