Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 70
166 OG LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR ... EIMREIDIN hafa gert sitt ítrasta alla æfi og ávalt fyrir gýg. Og þó ég hafi reynt að vera góður drengur, þá er það líka til einskis. Öll mín barátta og allur minn heiðarleikur snerist um einn poka af dagblaðarusli með gömlum morðsögum, sem ég hafði tínt upp úr sorpinu. Og nú er ekkert eftir. Það stendur dálítill drenghnokki á götuhorni og grætur. Hversvegna að vera að skrifa um þetta sögu? Hversvegna ekki að lofa barninu að gráta í friði? Það er enginn, sem tekur eftir því, hvort eð er! Nei, ég get ekki framar byrgt niðri grátinn. Eg verð að öskra út yfir alla borgina. Það er hið eina, sem stendur í valdi mínu, áður en ég dey. Svo oft hef ég byrgt niðri grát minn á götuhornunum, svo oft talað í hálfum hljóðum við móður mína um, hve tröllpíndur ég væri undir iljum rang- lætisins. En í nótt ætla ég að öskra út yfir borgina, út yfir alla borgina. 5. Nú skulum við að gamni Ijúka sögunni okkar í stíl við sögurnar, sem hafðar eru yfir í sunnudagaskólanum, einhvern veginn á þessa leið: Það var einu sinni lítill fátækur drengur í stórri borg. Hann átti engan að nema eina veika móður, og þau bjuggu í óvistlegu herbergi í fátækrahverfinu. Síðan kemur löng frá- sögn um það, hvað litli drengurinn hafi verið góður við hana móður sír.a. Hann var yfirleitt feiknalega ósköp góður og sætur drengur. Því næst er frá því sagt, að á hverjum sunnu- dagsmorgni hafi hann farið í sunnudagaskólann og verið iðn- asti og námfúsasti drengurinn í öllum sunnudagaskólanum. Nú kemur ákaflega hrífandi frásögn af því, hvernig hann líkt- ist ]esú Kristi í því að hjálpa gamalli konu yfir strætið. Hér er ætlast til, að öll sunnudagaskólabörnin fái tár í augun. Þar næst kemur eitthvað um voðalega óguðlegan og harðsvíraðan glæpamann, sem stal pokanum hans, meðan hann var að líkj- ast ]esú Kristi. Þá er lýst sorg drengsins yfir því, að dags- verkið hans skyldi hafa farið til ónýtis, og svo kemur eitt- hvað á þessa leið: Þá mundi drengurinn litli alt í einu eftir guði, sem talað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.