Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 70
166
OG LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR ...
EIMREIDIN
hafa gert sitt ítrasta alla æfi og ávalt fyrir gýg. Og þó ég
hafi reynt að vera góður drengur, þá er það líka til einskis.
Öll mín barátta og allur minn heiðarleikur snerist um einn
poka af dagblaðarusli með gömlum morðsögum, sem ég hafði
tínt upp úr sorpinu. Og nú er ekkert eftir.
Það stendur dálítill drenghnokki á götuhorni og grætur.
Hversvegna að vera að skrifa um þetta sögu? Hversvegna
ekki að lofa barninu að gráta í friði? Það er enginn, sem
tekur eftir því, hvort eð er!
Nei, ég get ekki framar byrgt niðri grátinn. Eg verð að
öskra út yfir alla borgina. Það er hið eina, sem stendur í
valdi mínu, áður en ég dey. Svo oft hef ég byrgt niðri grát
minn á götuhornunum, svo oft talað í hálfum hljóðum við
móður mína um, hve tröllpíndur ég væri undir iljum rang-
lætisins. En í nótt ætla ég að öskra út yfir borgina, út yfir
alla borgina.
5.
Nú skulum við að gamni Ijúka sögunni okkar í stíl við
sögurnar, sem hafðar eru yfir í sunnudagaskólanum, einhvern
veginn á þessa leið:
Það var einu sinni lítill fátækur drengur í stórri borg.
Hann átti engan að nema eina veika móður, og þau bjuggu
í óvistlegu herbergi í fátækrahverfinu. Síðan kemur löng frá-
sögn um það, hvað litli drengurinn hafi verið góður við hana
móður sír.a. Hann var yfirleitt feiknalega ósköp góður og
sætur drengur. Því næst er frá því sagt, að á hverjum sunnu-
dagsmorgni hafi hann farið í sunnudagaskólann og verið iðn-
asti og námfúsasti drengurinn í öllum sunnudagaskólanum.
Nú kemur ákaflega hrífandi frásögn af því, hvernig hann líkt-
ist ]esú Kristi í því að hjálpa gamalli konu yfir strætið. Hér
er ætlast til, að öll sunnudagaskólabörnin fái tár í augun. Þar
næst kemur eitthvað um voðalega óguðlegan og harðsvíraðan
glæpamann, sem stal pokanum hans, meðan hann var að líkj-
ast ]esú Kristi. Þá er lýst sorg drengsins yfir því, að dags-
verkið hans skyldi hafa farið til ónýtis, og svo kemur eitt-
hvað á þessa leið:
Þá mundi drengurinn litli alt í einu eftir guði, sem talað