Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 82
178
OG LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR.!.
EIMREIÐIN
manni, sem er að búa sig undir að teikna fugla. Entoskin
hafði lagt frá sér diskinn og horfði athugull á barnið hag-
ræða blöðunum á nótnastandinum, stríkka bogann og máta
fiðluna við greip og vanga.
Einn, tveir, þrír, — og alt í einu varð ljós. Upp úr myrku
djúpinu rann heil veröld og sveif gegn um rúmið í undur-
samlegum Ijóma. Undrabarnið sló upphafstónana í Concerto
nr. 7 í D-dúr eftir Mozart. Hver ögn var sem slegin nýju
mergtæku lífi, hver agnarögn. Það er tilvist æðra sviðs, sem
dylur óumræðileik sinn undir hjúpi hins blekkjandi veruleika
og upplýkur portum sínum fyrir hönd snillingsins, vígðri fórn-
um. Það er hönd snillingsins, sem dregur veruleikann fram
úr hjóminu; tötrar eymdarinnar falla af nekt máttarins eins
og skrælingur, sem springur utan af kjarna, svo augnaráð
skynsemisdýrkandans tekur að flögra í óvissu, ræður guðs-
mannsins nema staðar í miðri ritningartilvitnun, kvöl sjúklings-
ins í miðri stunu. Þannig skapaði maðurinn guð í sinni mynd:
Chaconne fyrir einsamla fiðlu, eftir Bach.
Svo gamli maðurinn hætti við að kveðja í bili, settist aftur
niður á rúmstokkinn við hliðina á bleikum dauðanum og
starði eins og nýfætt barn á meistarann í tötrunum, — á hið
marghrjáða píslarvættisandlit mannkynsins og hinar heilögu
hendur mannkynsins, orpnar óþrifnaði, sem ollu þessum guð-
spjöllum. Og Entoskin leit á hann í miðju lagi, sigri hrósandi
yfir þessari ljóslifandi sönnun þess, hvílíkur máttur er falinn
í starfsemi taugavöðvanna. Og það brann eldur úr augum
Rússans um leið og hann beindi þögull þessari vísindalegu
niðurstöðu til fjandmanns síns í guði.
(San Francisco 25.—31. marz 1928.)