Eimreiðin - 01.04.1930, Page 84
180
BAVARD TAYLOR
EIMREIÐiM
ríki 11. janúar 1825. Lífssaga hans er saga langrar barátlu.
Það var líkt um hann og margan æfintýrasveininn, hann vann
sér frama og frægð eftir langa göngu á þyrnibraut margvís-
legra örðugleika. Hann var bóndason, þýzkrar og enskrar
ættar. Voru foreldrar hans kvekarar, og ólst hann upp í and-
rúmslofti þeirrar trúar. Verður vart sagt, að það umhverfi væri
vænlegt til þroskun-
ar upprennandi skáldi.
Kvekarar leggja sem
sé áherzlu á það að
bæla niður ímyndunar-
afl og geðshræringar
manna. Skjótt bar á
gáfum hjá Taylor.
Fjögra ára gamall lærði
hann að Iesa og gerð-
ist þegar bókhneigður
mjög. Snemma vakn-
aði einnig skáldið í
honum. Sjö ára að
aldri byrjaði hann að
yrkja, og skáldin voru
þegar í æsku hans
uppáhaldsmenn. Er
fregnirnar um dauða
Byrons bárust til Eng-
lands, leitaði Tenny-
son, er þá var fimtán
ára unglingur, haelis í einmana dalverpi og skar í raunum
sínum á klett nokkurn orðin: »Byron er dáinn*. Svipað var
um sveininn Taylor. Sjö ára gamall harmaði hann sárt dauða
þeirra Goethes og Scotts. Lestrarfíkn Taylors og óbeit hans
á bændavinnu féllu eigi í frjóan akur hjá karli föður hans.
Hefur hann máske verið trúaður á þá kenningu, að bókviiið
yrði eigi látið í askana. En móðir Taylors hlífði honum tíðum
við erfiðisvinnu með því að fela honum létt störf heima við.
Taylor var að miklu leyti maður sjálfmentaður. í æsku naut
hann aðeins barna- og unglingaskólamentunar. En hann baetti