Eimreiðin - 01.04.1930, Qupperneq 85
EIMREIÐIN
BAVARD TAVLOR
181
það upp með miklum lestri. Hjálpaði það til, að hann var'
bæði flugnæmur og stálminnugur. Eftirtektarvert er það, að
þegar á yngri árum hneigðist hann mest að lestri ljóða og
ferðasagna, en um samskonar efni reit hann síðar hinar beztu
bækur sínar. Honum óx ungum löngun til rannsókna og ferða-
laga. Fyrstu ritgerðir hans voru lýsingar á fjarlægum stöðum
og söguríkum. Gerðu skólabræður hans skop að honum fyrir
þessa drauma hans um ferðir í framandi lönd, en hann lét
það lítt á sig fá. Þarf ekki annað en lesa æskuminningar
Taylors í bókinni At Home and Abroad (Heima og er-
lendis) til þess að sannfærast um, að útþráin var óvenju-
r>k í eðli hans.
Að loknu unglingaskóla-námi (1842) gerðist Taylor prent-
nemi í West Chester bæ. Var þar eigi með öllu snautt menn-
■ngar. Fremur hneigðist þó hugur bæjarbúa að vísindum en
bókmentum. Hinu hlutræna var skipað skör hærra en hinu
hugræna, efni ofar anda. Sæmileg bókasöfn voru í bænum,
°2 færði Taylor sér þau vel í nyt. Hélt hann jafnframt áfrarn
tungumála-námi sínu, einkanlega lagði hann nú stund á
spönsku og þýzku. Asamt einum skólabræðra sinna stofnaði
hann félagsskap, er gekst fyrir upplestrum og sýning leikrita.
lafnframt fékst hann við ljóðagerð, og nokkur kvæði hans
höfðu þegar birzt á prenti. Vöktu þau athygli ritstjórans Rufus
Griswold á höfundinum, en hinn fyrnefndi hafði um þær
uiundir gefið út höfuðrit þeirra tíma um amerísk skáld og
ainerískan skáldskap. Var hann því áhrifamikill í bókmenta-
heiminum. Fyrir hvatning frá Griswold réðist Taylor í að gefa
ut fyrstu bók sína Ximena, safn fimtán kvæða, í febrúar 1844.
^ar það í þá daga óvenjulegri atburður en nú gerist, að
nit]án ára unglingur gæfi út kvæðabók. Er bók þessi sem
vænta má ungæðisleg og ófrumleg. Þó urðu þessi gölluðu
^eskuljóð til þess að vekja eftirtekt á höfundinum og afla
honum nokkurra vinsælda.
Ekki var það heldur frægðarþrá ein, sem kom Taylor til
að láta prenta bókina. Annað markmið hafði hann fyrir aug-
Uln- Fjarlæg lönd heilluðu hann með vaxandi seiðmagni. Hann
fann sárt til skorts á hollu andrúmslofti heima fyrir. Ætti hann
ei9i að kyrkja hið bezta í sjálfum sér, varð hann að leita