Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 87
EIMREIÐIN
BAVARD TAYLOR
183
við merkis-blað sitt, >Tribune«. Var hinn síðarnefndi eftir það
við útgáfu blaðs þessa riðinn að einhverju leyti alt til dauða-
dags. Mun óhætt mega segja, að hann hafi verið einn af af-
kastamestu starfsmönnum blaðsins og fjölhæfustu. Ritaði hann,
ef þörf gerðist, hvað sem fyrir varð: ritstjórnargreinir, bóka-
fregnir eða fréttagreinir. Og sem sendimaður >Tribune« fór
Taylor í margar ferðir sínar t. d. Islandsförina, sem enn mun
nánar sagt verða. Voru og margar ferðasögur hans fyrst
samdar sem bréf til blaðs þessa. Biðu lesendur þeirra með
óþreyju, margt gerðist sem sé frásagnavert og æfintýralegt í
ferðum Taylors. I sögum hans er einnig hvarvetna sýn dirfska
hans og þrautseigja. Aðalkostir ferðabóka hans eru hinar
sönnu lýsingar á þjóðlífi og landslagi. Hann ritar fjörlega og
skemtilega um það, sem fyrir augun bar. Koma hér fram
fréttaritara-hæfileikar hans. Honum fanst >lifandi Arabi«
skemtilegri og merkilegri til frásagnar, heldur en >dauður
Faraó«, að ég noti orð eins æfisögu-ritara skáldsins. Því
verður vart neitað, að hann var eigi ávalt að sama skapi
djúpsær í lýsingum sínum. En að stíl eru ferðasögur hans
uPPgerðarlausar og gagnorðar, liprar og lifandi.
Ferðir Taylors og ferðasögur öfluðu honum feikilegrar lýð-
hylli. Nafn hans var á hvers manns vörum. Og almennings-
álitið sveipaði hann dýrðarblæju rómantísks riddaraskapar.
Menn voru forvitnir að sjá og heyra ferðalang þenna, er
kannað hafði kynjalönd Austur- og Suðurálfu. A þeim tíma
er Taylor kom heim úr ferðum sínum um Suður-Evrópu og
Austurlönd (1854) voru alþýðufyrirlestrar í miklum metum í
Bandaríkjum. Voru þeir arðvænleg atvinna þeim, er vald
höfðu yfir hinu talaða orði, og merkilegt umtalsefni. En Taylor
hunni frá mörgu nýstárlegu að segja. Ferðaðist hann nú í
roörg ár öðru hvoru víða um land í fyrirlestrahöldum. Varð
hann afarvinsæll, enda var hann, að sögn þeirra, er til þektu,
ágætur fyrirlesari. Hann flutti mál sitt blátt áfram, en djarf-
lega og lipurlega, lýsti með glöggum litum löndum þeim og
þjóðum, er hann hafði kynst. Komst merkur maður svo að
°rði, að Bayard Taylor hefði verið bezti landslags-málari í
orðum, sem hann hefði þekt. Fyrirlestra flutti Taylor svo
hundruðum skifti, en þrátt fyrir það, og þrátt fyrir vinsældir