Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 90
186
BAYARD TAVLOR
EIMREIÐIN
þess, að Taylor gat eigi helgað líf sitt skáldskapnum. En auk
fjárþarfanna réði eflaust skapgerð hans nokkru um, að svo
varð eigi. Hann var of marghæfur til þess að vera við eina
fjöl feldur í ritstörfum.
Auk sumra hinna smærri kvæða hans, mun enginn vafi á
því, að þýðingin á »Faust« mun lengst halda á lofti nafni
Taylors. Er hún að verðleikum að ágætum höfð. Vann hann
að henni í sjö ár, frá því um haustið 1863 þar til um vorið
1870. Að vísu varð hann á þeim árum einnig að sinna öðr-
um störfum. Kom fyrri hluti kvæðisins út í dezember 1870,
en hinn síðari í marz 1871. Carlyle komst svo að orði, að
snilligáfa (genius) væri hæfileikinn til að vanda sig óendan-
lega. Víst er um það, að skáldi hverju er þörf vandvirkni
jafnframt hinni meðfæddu gáfu sinni. En á því skeri flaska
eigi fáir gáfaðir rithöfundar, að þeir halda, að þeir þurfi eigi
að vanda sig. Ekki verður sagt, að Taylor hafi kastað hönd-
um að >Faust«-þýðingu sinni, hann lagði hart að sér við
hana og vandaði sem mest hann mátti. Enda neitar nú eng-
inn, að hann hafi Ieyst verk sitt frábærlega vel af hendi.
Hann var einnig einkar vel til starfsins fallinn, víðlesinn
í þýzkum bókmentum og hafði óvenjulegt vald yfir þýzkri
tungu. Orti hann snjöll kvæði á því máli. Má nefna kveðj-
una »Til Goethes« framan við »Faust«-þýðinguna. Auk þess
dáði Taylor mjög hinn þýzka skáldjöfur, enda voru þeir
eigi með öllu óskyldir andlega. Var honum því þýðingin
hið kærasta verk. Leitaðist hann eigi aðeins við að halda
hugsun kvæðisins, heldur einnig formi þess og hrynjanda.
Hann var sem sé þeirrar skoðunar, að ljóð yrðu því aðeins
vel þýdd, að fylgt væri hinum upprunalega bragarhætti, gerði
hann það í þýðingu sinni. Eru þessir taldir höfuð-kostir
hennar: samúð með efninu, fjörug skáldleg meðferð og ná-
kvæmni. Mun mega telja »Faust«-þýðingu Taylors meðal hinna
fremstu í heimsbókmentunum. Honum tókst að klæða hinar
háskáldlegu, máttugu og fögru hugsanir Goethes og stíl hans
í hæfan enskan búning.
í september 1869 tók Taylor kjöri sem fyrirlesari (non-
resident professor) í þýzkum bókmentum við Cornell-háskóla.
Flutti hann þar flokk fyrirlestra þá um vorið. Sóttu þá bæði