Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 100
196
KJORDÆMASKIPUNIN
EIMREIÐIN
eins fjögur, en fimm í kaupstaðakjördæminu. — Kosningar yrðu
hlutbundnar og kjördagar tveiv, sinn fyrir hvort kjördæmi;
sumardagur fyrir sveitirnar, en haustdagur fyrir kaupstaðina.
Hver sá stjórnmálaflokkur, sem fullnægði ákveðnum skilyrð-
um, hefði leyfi til að koma fram með lista við kosningar, hvort
sem hann heldur vildi í öðru kjördæminu eða báðum. Vfir-
kjörstjórnin í Reykjavík hefði með höndum alt, sem að kosn-
ingunni Iyti, og að henni lokinni talningu atkvæða og útreikning
þingsæta. Þó mætti, ef heppilegra þætti, láta talningu atkvæða
fara fram í hverju einstöku »framboðskjördæmi« og síma yfir-
kjörstjórn svo atkvæðatölurnar.
Eins og nú er ástatt skiftast þingmenn þannig milli hinna
fyrirhuguðu »framboðskjördæma«, að Norðurland hefur 9,
Vesturland 8, Suðurland 9, Austurland 6 og Reykjavík 4.
Ekkert er því til fyrirstöðu að halda þessari skiftingu. Vrði
þar á sú ein breyting, að frambjóðendaflokknum yrði að skifta
milli »framboðskjördæmanna« í sveita- og kaupstaðakjördæmi
hvers landshluta. Gæti sú skifting orðið á þessa leið:
I. Kaupstaðakjördæmið:
1. Reykjavík hefði 4 frambjóðendur
2. Kaupstaðir og kaupt. á Vesturlandi — 3 —»—
3. —»— - — - Norðurlandi — 4 —»—
4. —»— - — - Austurlandi — 3 —»—
5. —»— - — - Suðurlandi — 4 —»—
Alls 18 frambjóðendur
II. Sveitakjördæmið:
1. Suðurland......................hefði 5 frambjóðendur
2. Vesturland....................... — 5 —» —
3. Norðurland.....................— 5 —»—
4. Austurland..................... 3 —»—
AIls 18 frambjóðendur
Eins og sést af þessu er æflast til þess, að Austurland hafi
fæsta fulltrúa í hvoru kjördæminu, og er það ekki nema eðli-
legt, þar sem það er fámennasti landshlutinn. Vrði því, þegar
fulltrúatala Austurlands er uppgengin á listunum, fulltrúar
hinna að koma í réttri röð þar á eftir.
Á þennan hátt fengjust kosnir þeir 36 fulltrúar, sem eru
kjördæmakosnir.
Þegar jafn-réttlát kjördæmaskipun er komin á og hér er
ráð fyrir gert, er landskjörið óþarft. Það er og löngu komið
í Ijós, að það tryggir á engan hátt það, sem upphaflega var
til ætlast.