Eimreiðin - 01.04.1930, Side 104
EIMREIÐIN
Rauða danzmærin.
Sönn saga frá ófriðarárunum.
Eftir Thomas Coulson.
[Enginn skáldskapur jafnast á viÖ sjálft lífið að ótrúiegum æfintýrum.
Það á við um æfisögu þá, sem hér fer á eftir. Mata Hari eða rauða
danzmærin, sem svo var nefnd, vakti meiri ugg og ótta um skeið í her-
stjórnarráðum heimsveldanna en flestir eða allir hinna mörgu spæjara,
sem unnu að hernaðarnjósnum, hvort sem voru úr hópi Bandamanna
eða frá Miðveldunum. Æfisaga þessi hefur verið að koma út nú í vetur
í hinu merka mánaðarriti „Forum“ í New-York, og hefur rithöfundurinn
Thomas Coulson, majór í brezka hernum í heimsstyrjöldinni, fært hana
í letur. Hann er, að því ritstjóri tímaritsins skýrir frá, nákunnugur lífi
þessa fræga njósnara ófriðaráranna, enda hafði Coulson meðal annars
það slarf með höndum í ófriðinum að hafa upp á spæjurum og koma
í veg fyrir njósnir óvinanna. Æfisagan varpar skýru Ijósi yfir þann þátt
styrjaldarinnar, sem nálega var með öllu hulinn almenningi, en þó oft
og tíðum örlagaríkari en alt annað: njósnarstarfsemina miklu, sem rekin
var á bak við herlínurnar, heima í ófriðarlöndunum og utan þeirra. Æfi-
sagan sýnir ennfremur hversu langt ódeigir æfintýramenn geta komist á
vegi frama og fjár í því andrúmslofli stórborgarlífsins, þar sem blekk-
ingin er veruleikanum meiri að mefum. Hún er sorgarsaga mannlegs
ófullkomleika og mannlegrar fífldirfsku, og þessvegna lærdómsrík, jafn-
framt því sem hún gefur glögga mynd af menningu — eða menningar-
skorti — þeirrar aldar, sem að baki stóð þeim hrikalegasta hildarleik,
sem veraldarsagan kann frá að segja.J
Fyrsíu kynni.
Það var haustið 1916, að ég heyrði í fyrsta skifti nafnið
Mata Hari. Mikilvæg trúnaðarmál tóku að vitnast á alveg
óskiljanlegan hátt. Mata Hari var nefnd í sambandi við þau.
Það er auðvelt að ímynda sér þau áhrif, sem nafn þessarar
konu hafði á okkur hermennina, þegar tók að kvisast um
óheilla-starfsemi hennar, og höfðum við þó aldrei séð hana
eða heyrt. En maður getur fengið ódauðlegt hatur á njósn-
ara og skolfið af ugg og ótta við að vita af óþektum og
ósýnilegum óvini, sem sé að brugga einhver banaráð undir
yfirskyni vináttunnar, þótt maður óttist ekki dauðann, þegar