Eimreiðin - 01.04.1930, Side 107
eimreiðin
RAUÐA DANZMÆRIN
203
Á sporinu.
Ég var lagður á spítala í Frakklandi, og meðan ég dvaldi
þar, kynti ég mér eftir föngum atburði þá, sem gerst höfðu
á síðustu leyfisför unga liðsforingjans, Hoggs, til Parísar og
hvort för sú stæði í sambandi við einhverja »rauða danzmey«,
sem hann hafði nefnt í andarslitrunum. Mér datt ekki í hug, að
þetta mundi bera nokkurn árangur, þar sem danzmeyjar eru
eins fjölmennar í »borg ljósanna* eins og þjófarnir þar. Ég
komst heldur ekki að neinni fastri niðurstöðu þarna, en þær
uPplýsingar, sem ég aflaði mér, voru þannig vaxnar, að ég
iét ekki málið falla niður við svo búið.
Hogg og félagi hans höfðu farið til Parísar til þess að út-
vega svört gleraugu, eins og ég hafði lagt til að notuð skyldu
við æfingarnar. París var eini staðurinn í grendinni, þar sem
líkindi voru til, að hægt væri að hafa upp á slíkum hlutum,
svo að verulegu haldi kæmu. Félagarnir kunnu lítið sem ekk-
ert í málinu, svo að þeim varð þessi lítilfjörlega útvegun eins
erfið eins og ef þeir hefðu átt að sjá um flókin verzlunar-
viðskifti í ferðinni. Þeir spurðust fyrir um gleraugnasmiði hjá
hverjum þeim, sem þeir hittu, og var ekki laust við að bros-
að væri að þeim fyrir spurningarnar, á kaffihúsastéttunum í
París, enda barst fréttin um erindi þeirra fljótt út meðal
roanna á ýmsum fjölsóttum stöðum borgarinnar. Akafi þeirra
ut af gleraugnakaupunum varð enn broslegri í augum Par-
■sarbúa, þar sem vinir okkar áttu svo erfitt með að gera sig
skiljanlega. Loks bauð kona ein mjög ástúðleg þeim aðstoð
sma, og félst Hogg á að hlíta leiðsögn hennar í leitinni að
svörtu gleraugunum. Eftir því sem ég komst næst höfðu þeir
Hogg 0g félagi hans lent í einhverjum æsandi æfintýrum, í
sambandi við þessa leit, en hvorugur mundi víst ljóst, hvernig
þeim hafði verið háttað. Þeir komu aftur úr förinni harð-
anægðir með árangurinn og alsannfærðir um, að hin góða og
^stúðlega vinkona þeirra mundi vitja hinna pöntuðu gleraugna
undir eins og þau hefðu verið smíðuð, og senda þau til víg-
stöðvanna.
Síðar tókst mér að útvega fullkomnari sannanir fyrir því,
vernig hin hræðilega Mata Hari hafði komið fyrirætlun sinni