Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 110
EIMREIÐIN
Víðsjá.
Geimgeislar og krabbamein.
í 1. hefti Eimreiðar 1928 var skýrt
frá rannsóknum dr. Millikans í Vest-
urheimi, þjóðverjans dr. Kohlhörst-
ers o. fl., á hinum svonefndu geim-
geislum. Rannsóknum á eðli þess-
ara geisla er stöðugt haldið áfram,
og hefur komið f ljós. að þeir hafa
ýms undraverð áhrif. Meðal annars
er álitið, að þeir hafi mikinn !ækn-
andi kraft.
Einhver tíðasti sjúkdómur nú á
dögum er krabbamein. Læknar og
vísindamenn standa æ meir ráð-
þrota gagnvart þessum sjúkdómi,
sem virðist alstaðar fara í vöxt
hvarvetna í heiminum. Einhver fræg-
asti skurðlæknir Breta, Moynihan
lávarður, hefur nýlega iátið uppi
þá ömurlegu staðreynd, að sjúk-
dómurinn útbreiðist miklu örar í
Englandi og Wales en svo, að
læknavísindin fái nokkuð við ráðið.
Vmsar skýringar hafa fram komið
um uppruna og orsök sjúkdómsins,
en engin fullnægjandi.
í haust sem leið skrifaði lækn-
irinn John Joly, prófessor í jarð-
fræði og steinafræði við Dýblinnar-
háskóla um tuttugu og níu ára skeið,
fróðlega ritgerð um krabbamein og
áhrif geimgeislanna á þann sjúk-
dóm, og heldur því þar fram, að
náið samband sé milli þessa sjúk-
dóms og geislanna. Samkvæmt lýs-
ingu hans á krabbameini á það
sammerkt við Iifandi vefi á þróun-
arstigi í því, að það verður til úr
frumum, sem vaxa og margfaldast
í sífellu. Þegar maðurinn hefur náð
fullum þroska, hætta vefirnir í lík-
ama hans að vaxa. Krabbamein í
fullorðnum manni lýsir sér í því,
að ný frumuæxlun hefst í einhverju
líffæri hans, svo að af verður ban-
vænn vöxtur. Það eina, sem kann
að geta hjálpað, er skurð- eða
geislalækning.
Geislaverkan (radioactivity) er
lögmálsbundin efniseindasundrun,
þannig að frumefni breytast í ný
og gerólík þeim fyrri, bæði frá
efna- og eðlisfræðilegu sjónarmiði.
Meðan þessi breyting fer fram í
efninu, verða til vissir geislar. Þeir
geta ýmist verið efnislegir, þ. e. a. s.
stafað frá smáögnum, sem þeytast
út frá efninu við mikinn hraða, svo
sem er um a (alfa)- og p (beta)-
geislana svonefndu, eða þeir geta
orsakast af bylgjuhreyfingu í Ijós-
vakanum, svo sem er um y (gamma)-
geislana. Alfa-geislarnir koma ekki
að neinu haldi í læknisfræðinni.
Beta-geislarnir, hinar svokölluðu
rafeindir, hlaðnar andhverfu raf-
magni, verða stundum að liði. En
það eru ljósvakabylgjurnar, gamma-
geislarnir, sem skifta langmestu máli
fyrir lækninn, og þá notar hann við
krabbameini, með því að setja inn
í meinið hola málmnál fylta með
geislandi frumefni. Venjulega er
notað radíum1) eöa eimur frá því.
Nálin er þannig útbúin, að alfa-
1) Fróöleg grein um radíum eftir Gunn-
laug lælmi Claessen er í Eimr. 1919, bls.
193—202.