Eimreiðin - 01.04.1930, Page 115
eimreiðin
VÍÐSjA
211
af vanþekkingu á lögmáli lífsins.
Sá lími mun koma, að menn fá
haldið æsku sinni alt til endadæg-
urs, geta lifað svo lengi sem menn
vilia, segja skilið við lífið aðeins
vegna lífsleiði1) og skilja við það
sjálfviljuglega. H. St.
* *
*
Hernaðarskaðabæturnar og
ffamkvæmd þeirra. Viðreisnar-
tímabil það, sem iiðið er síðan
heimsófriðinum mikla lauk, er í
þrem skýrt aðgreindum þáttum, og
n*r fyrsti þátturinn frá stríðslok-
um og þangað ti! Bandamenn setj-
ast að í Ruhrhéraði og þýzki gjald-
eVririnn varð að engu, annar þátt-
urinn nær yfir þann tíma, sem
hernaðarskaðabóta-áætlun sú, sem
hend er við Dawes, er í gildi, eða
'rá 1. september 1924 til 31. ágúst
'^29, en þriðji þátturinn hefst með
samþykf Voung-áællunarinnar svo-
uefndu á Haag-þinginu í ágúst síð-
astl. Það sem einkennir fyrsta þátt
Þessa tímabils er harka sú, sem
^andamenn beita Þjóðverja. Þeim
er gert að greiða skaðabætur án
'illits til þess, hvað þeir eru færir
um að láta í té, og það er gengið
þeim með oddi og egg. Dawes-
a®tlunin er aftur á móti miðuð við
9etu þýzku þjóöarinnar eins og hún
hefur verið undanfarin ár, án þess
a® sú áætlun geri endanlega út um
Það, hvernig skaðabæturnar skuli
a® fullu og öllu greiðast. En 11.
febrúar 1929 kemur nefnd sérfræð-
mga (Young-nefndin) saman til þess
að sera endanlega út um þær, og
var sú nefnd kosin af stjórnum
ríkja þeirra, er um málið höfðu
t) Sbr. aö ganga fyrir ætternísstapa.
H. St.
fjallað áður. Þetta gerist um sama
leyti og samningar standa yfir milli
Þjóðverja og Frakka um, að herlið
Bandamanna hverfi burt úr Ruhr-
héraði. Young-nefndin skilaði áliti
sínu í sumar sem leið, og lýstu
stjórnir Þjóðverja og Frakkú sig
undir eins fylgjandi tillögum nefnd-
arinnar. En á þinginu í Haag, sem
áður er nefnt, neitaði fjármálaráð-
herra Breta, Snowden, að sam-
þykkja nefndarálitið fyrir Bretlands
hönd, nema að á því yrðu gerðar
ýmsar breytingar til hagsmuna fyrir
brezka rikið, og fékk hann því
ráðið, að þessar breytingar voru
gerðar á nefndarálitinu, áður en
það var samþykt í þinginu. Sam-
kvæmt þeirri samþykt, eða Youngs-
áætluninni svonefndu, skuldbindur
Þýzkaland sig til að greiöa á 59
árum, eða frá 1. september 1929
til 31. marz 1988, hernaðarskaða-
bætur, sem nema 36V2 miljarð ríkis-
marka. Fyrstu tíu árin eru greiðslu-
upphæðirnar þessar:
Miljónir
1. sept. 1929—31. marz ’30 ríWsm.
(7 mánuðir)............... 742,8
. apríl 1930- 31. marz ’31 1.707,9
—)) — 1931 —» — '32 1.685,0
— » — 1932 —»— ’33 1.738,2
— » — 1933 —)) — ’34 1.804,3
1934 —)) — ’35 1.866,9
—)) — 1935 — » — ’36 1.892,9
—)) — 1936 —» — '37 1.939,7
—)) — 1937 —))— ’38 1.977.0
—» — 1938 —» — '39 1.995,3
Þó að þetta séu gífurlegar upp-
hæðir, sem Þjóðverjar verða að
greiða skuldheimtumönnum sínum,
eru hinar árlegu greiðslur þó lægri
hér eftir en meðan Dawes-áætlunin
var í gildi. Þá urðu Þjóðverjar að
greiða 2Vj miljarð á ári. I sam-