Eimreiðin - 01.04.1930, Page 128
224
RITSJÁ
EIMREIÐIN
til bóta í þe'ssu efni. Sigurgeir Einarsson, kaupmaður hér í bæ, semur
bók við alþýðuhæfi, og segir sögu rannsókna í norðurvegi.
Telur hann fund Grænlands og Vínlands vera fyrsta sporið til rann-
sókna á þessum svæðum. En spor þau voru lítt rakin langt fram eftir
öldum. Aftur kemur skrið á landaleitir, eftir að Kólumbus fann Ameríku.
Ameríka þótti vera þröskuldur á siglingaleið milli Evrópu og Indlands.
Eina færa leiðin var um Magellhans-sund. En sú Ieið var bæði löng og
torsótt. Mönnum datt því snemma í hug, að komast mætti fyrir norðan
Ameríku. Var því farið að leita að þeirri leið. Lengi vel gekk það illa,
enda voru skip og útbúnaður hvorttveggja næsta ófullkomið í þá daga.
Smámsaman fikuðu menn sig áfram, og sóttu lengra norður á bóginn.
Hittu þeir mörg ný lönd, sum óbygð en önnur bygð Eskimóum. Eftir
margra alda leit varð niðurstaðan sú, að þarna væri ekki um færa
verzlunarleið að ræða. En þessi urðu upptökin að norðurferðum og
rannsóknum manna á heimskautalöndunum. En þó að kaupmenn bæru
lítið úr býtum, varð þetta vísindamönnum all-happadrjúgt. Vísindamenn
voru í hverjum leiðangri og unnu að rannsóknum. Nú var komið skrið
á rannsóknir þessar, og halda þær áfram alt til vorra daga. Það var
snemma metnaður meðal heimskáutafara að komast á norðurskautið. En
ekki tókst það fyr en flugvélar og loítför komu til sögunnar. Að endingu
er getið um Gottu-ferðina í sumar.
Aflan við bókina er dálítill kafli um kuldabeltisdýr. Er skemtilegt að
lesa um þessi dýr, sem þarna lifa, eftir að hafa kynst því, hve illa mönn-
um hefur veizt að haldast þar við. — Bókin er hin fróðlegasta og mikill
fengur íslenzkri alþýðu. Málið er gott. Helst mætti finna þvf til foráttu,
að sumstaðar eru selningar langar. Vtri frágangur bókarinnar er yóður,
hún er skreytt fjölda ágætra mynda, pappír góður og stíllinn stór. Á höf.
þakkir skildar fyrir vel unnið verk og framtakssemi. Er þess að vænta,
að aðrir rithöfundar feti í fótspor hans og riti fræðibækur handa alþýðu.
G. Þ.