Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 68
268
ALBERT EINSTEIN
EIMREIÐiN
ararnir ruddalegir. Auk þess varð hann oft var við gyðinga-
hatur í skólanum. Skólann sóttu bæði börn efnaðra manna
og fátæklinga, og tók honum sárt til fátæku barnanna, því
þau þjáðust meira en hin af ruddaskap kennaranna. Börn
efnafólksins áttu betra athvarf á heimilunum og tóku því ekki
ónærgætni kennaranna eins nærri sér, enda kom hún og síður
fram við þau. Þessi fyrstu kynni Einsteins af þjóðfélagsmein-
semdum höfðu djúp og varanleg áhrif á hann. Ennfremur var
honum illa við hávaða þann og ærsl, sem honum fanst kveða
svo mjög að í skólanum. Hann hataði allar fyrirskipanir, vildi
fá að vera út af fyrir sig og elskaði einveruna. Honum fanst,
að alt sem maður tæki sér fyrir hendur, ætti að vera gert af
fúsum og frjálsum vilja og samkvæmt eigin ályktun. Þess-
vegna var honum svo illa við öll valdboð og fyrirmæli frá
kennurunum, ef hann fann ekki hjá sjálfum sér þörf til að
fará eftir þeim.
Einstein var kominn á fjórtánda ár þegar hann loks hitti
kennara, sem varð honum bæði einlægur vinur og hafði mikil
áhrif á hann. Kennari þessi hét Riiss og kendi latínu, grísku
og þýzku. Hann vakti hjá Einstein hrifningu þá fyrir snilli
hinna sígildu bókmenta fortíðarinnar, sem aldrei hefur síðan
dvínað. Fyrirlestrar þessa kennara hans um skáldið Goethe
höfðu djúp áhrif á hann. Og honum fanst eins og nýr
heimur opnast sér, er hann kyntist skáldverkinu »Hermann og
Dorothea« eftir Goethe. Slík aðdáanleg fegurð Iistar komst
ekki í samjöfnuð við neitt nema fegurð náttúrunnar, fanst
honum. Fyrstu kynni sín af flatarmálsfræði fékk hann tólf ára
gamall. Þessi námsgrein var ekki kend í skólanum, og varð
hann því að iðka hana tilsagnarlaust að mestu. Þó hjálpaði
frændi hans einn honum eitthvað í fyrstu. Þessi frændi hans
sýndi honum eitt sinn Pythagórasar-setninguna, en ekki sönn-
unina fyrir henni. Varð Einstein að glíma við það sjálfur að finna
sönnunina og tókst honum það, þó að hann hefði þá sama sem
enga þekkingu hlotið í flatarmálsfræði. Um sama leyti vakn-
aði áhugi hans fyrir hljómlist. Stærðfræðin og hljómlistin urðu
kærustu námsgreinar hans, og jafnframt fékk hann enn meiri
mætur en áður á náttúrunni og dásemdum hennar. Hann til-
bað náttúruna eins og trúaður maður tilbiður guð sinn.