Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 68

Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 68
268 ALBERT EINSTEIN EIMREIÐiN ararnir ruddalegir. Auk þess varð hann oft var við gyðinga- hatur í skólanum. Skólann sóttu bæði börn efnaðra manna og fátæklinga, og tók honum sárt til fátæku barnanna, því þau þjáðust meira en hin af ruddaskap kennaranna. Börn efnafólksins áttu betra athvarf á heimilunum og tóku því ekki ónærgætni kennaranna eins nærri sér, enda kom hún og síður fram við þau. Þessi fyrstu kynni Einsteins af þjóðfélagsmein- semdum höfðu djúp og varanleg áhrif á hann. Ennfremur var honum illa við hávaða þann og ærsl, sem honum fanst kveða svo mjög að í skólanum. Hann hataði allar fyrirskipanir, vildi fá að vera út af fyrir sig og elskaði einveruna. Honum fanst, að alt sem maður tæki sér fyrir hendur, ætti að vera gert af fúsum og frjálsum vilja og samkvæmt eigin ályktun. Þess- vegna var honum svo illa við öll valdboð og fyrirmæli frá kennurunum, ef hann fann ekki hjá sjálfum sér þörf til að fará eftir þeim. Einstein var kominn á fjórtánda ár þegar hann loks hitti kennara, sem varð honum bæði einlægur vinur og hafði mikil áhrif á hann. Kennari þessi hét Riiss og kendi latínu, grísku og þýzku. Hann vakti hjá Einstein hrifningu þá fyrir snilli hinna sígildu bókmenta fortíðarinnar, sem aldrei hefur síðan dvínað. Fyrirlestrar þessa kennara hans um skáldið Goethe höfðu djúp áhrif á hann. Og honum fanst eins og nýr heimur opnast sér, er hann kyntist skáldverkinu »Hermann og Dorothea« eftir Goethe. Slík aðdáanleg fegurð Iistar komst ekki í samjöfnuð við neitt nema fegurð náttúrunnar, fanst honum. Fyrstu kynni sín af flatarmálsfræði fékk hann tólf ára gamall. Þessi námsgrein var ekki kend í skólanum, og varð hann því að iðka hana tilsagnarlaust að mestu. Þó hjálpaði frændi hans einn honum eitthvað í fyrstu. Þessi frændi hans sýndi honum eitt sinn Pythagórasar-setninguna, en ekki sönn- unina fyrir henni. Varð Einstein að glíma við það sjálfur að finna sönnunina og tókst honum það, þó að hann hefði þá sama sem enga þekkingu hlotið í flatarmálsfræði. Um sama leyti vakn- aði áhugi hans fyrir hljómlist. Stærðfræðin og hljómlistin urðu kærustu námsgreinar hans, og jafnframt fékk hann enn meiri mætur en áður á náttúrunni og dásemdum hennar. Hann til- bað náttúruna eins og trúaður maður tilbiður guð sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.