Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 116
316
RITSJÁ
EIMREIÐIN
— Hver? hvíslar hún.
Séra Hallgrímur sér eftir svari sínu, því að nú, þegar hann á að segja
þau fyrir henni, er hann líka óánægður með þau. En nú er það of seint,
hann segir þessar hendingar blátt áfram og án þess að horfa á hana á meðan:
Athvarf mitt jafnan er til sanns
undir purpura hápu hans,
þar hyl ég misgerð mína.
Og svo vill hann fara, hann má ekki þreyfa hana lengur, en þegar
hann lítur á hana, finnur hann augu hennar full af skelfing, finnur í þeim
likt og endurkast af álösun — frá sjálfum sér. Er það hugsanlegt, að
hún hafi misskilið þessa tilvitnun, sem hún sjálf knúði fram? Eða —
eða? Er hræðsla hennar hræðsla við dauðann, hræðsla við, að hennt
verði ekki fyrirgefið? Annaðhvort — en hvort heldur? Og nú tekur
hinn mildi maður að tala til hennar, ekki með neinum tilvikum að synd
hennar, heldur með mannlegum orðum, sem falla eins og smyrsl að sárt:
Síðan hann misti sína eigin litiu, gáfuðu dóttur, Steinunni litlu, fjögra og
hálfs árs gamla, augastein sinn í þessum heimi, hefur honum ekki þótt
eins vænt um neina litla stúlku eins og hana, Ragnheiði Brynjólfsdóttur . . •
En nú getur skáldið ekki sagt eift orð meira, sorgin yfir hinum grimmúð-
legu örlögum hennar, sem liggur hér deyjandi, gremjan yfir hörku föður
hennar, það sýður undir hans heitu tilfinningum, varir hans taka að titra
og á svipstundu allur Iíkami hans, svo að hin sjúka manneskja, er liggur
hér að eins óliðið lík, verður að gera veika tilraun til að hugga hann . . ■“
Slík er lýsing höfundarins á þessum fundi. Hann hefur lifað sig hér
inn í atburðina, og svona rita ekki aðrir en þeir, sem hafa orðið þeirrar
náðar aðnjótandi að finna þytinn af skáldgyðjunnar voldugu vængjum —'
og kraftinn frá nálægð hennar.
Erich Maria Remarque: VÉR HÉLDUM HEIM, íslenzkað hefur
Björn Franzson, Reykjavík MCMXXXI.
Enn bætist árlega við styrjaldar-bókmentirnar svonefndu, bækur, sem
fjalla um ófriðinn mikla frá árunum 1914—1918, tildrög hans og afleið-
ingar. Fáar eða engar styrjaldar-bókmentir hafa átt öðrum eins vinsæld-
um að fagna eins og bækur Remarques, „Tíðindalaust á vestur-vígstöðv-
unum“ og „Vér héldum heim“, sem báðar hafa nú verið þýddar á íslenzku.
Bókin „Tíðindalaust á vestur-vígstöðvunum“ kom út í fyrra á íslenzku
og náði hér mikilli hylli. Síðari bókin, „Vér héldum heirn", sem er fram-
hald af hinni, kom út nú í sumar og mun ekki síður en hin fyrri verða
vinsæl meðal íslenzkra lesenda.
Ðækur Remarques eru fyrst og fremst sálarfræði hermannalífsins,
lýsing á Iífi hermannanna þýzku á vestur-vígstöðvunum og eftir að þeir
komu aftur heim til Þýzkalands, lýsing á þeim áhrifum, sem hernaðurinn
hafði á þá, þeim þjáningum, sem þeir urðu að þola, og þeim vonbrigð-
um, sem þeir urðu fyrir, eftir að friður var saminn og þeir héldu heim.