Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 55
EIMRE1ÐIN
Blöndun steinsteypu og meðferð hennar.
Árið 1921 veitti ég sérstaka
eftirtekt blöndun steinsteypu og
meðferð hennar í Reykjavík og
víða annarsstaðar á landinu. Nú,
tíu árum seinna, er ekki hægt
annað að segja en að alt hafi
næstum staðið í stað á þessu sviði.
Þó vélblöndun sé nú notuð í
Reykjavík við stærri byggingar, þá
eru gömlu pallarnir ennþá algeng-
astir, þar sem steypan er blönd-
Jón Gunnarsson. uð með skóflum og síðan látin í
venjulegar vatnsfötur, sem réttar
eru mann frá manni við húsabyggingar upp á fyrstu,
a°ra eða jafnvel þriðju hæð.
^atnið, sem notað er til blöndunar steypunnar, er oftast
a *s ekki mælt, heldur er því skvett af handa hófi, og það
^afialega í ríkum mæli, yfir steinlímið, sandinn og mölina.
. 0ndun steypunnar er oftast ákveðin með vissum hlutföllum
milli steinlímsins, sandsins og malarinnar, sem eiginlega
tUr enga þýðingu, eins og ég skal síðar sýna fram á.
Efnin, sem notuð eru í steypuna, eru venjulega alls ekki
rannsökuð. Og oft er notaður sandur og möl, sem eru al-
9erlega óhæf til steinsteypu. Ég sá nýlega notaða möl til
ondunar steinsteypu, sem komið hafði upp úr kjallaraholu.
^°rn malarinnar höfðu húð af leir á yfirborðinu, og einnig
Var mikið af leir á milli kornanna. Þessari möl var mokað
UPP í hjólbörur, svo var skvett vatni úr einni fötu yfir stein-
ana og vatnið látið renna niður úr hjólbörunum. Þar með
Var þvotturinn búinn og mölin notuð í steypuna. Það er
ærnh að önnur eins hroðvirkni og fáfræði, sem hér hefur
Ver>ð lýst, skuli eiga sér stað við húsabyggingar hér á landi.