Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 98
298
KREUTZER-SÓNATAN
EIMREIDIN
að slíkt samband gæti komist á, en svo mundi og ofsaðninS
sú, sem því fylgdi, stórspilla því fljótlega. Það er álíka vitur-
legt að segja, að maður og kona geti elskast lífið á enda,
eins og að segja, að kertaljós geti haldið áfram að loga heila
mannsæfi*, svaraði hinn og saug vindlinginn með áfergju.
»En þér talið hér eingöngu um holdlega ást«, mælti frúin.
»Viljið þér þá neita því, að til sé ást, grundvölluð á andlegum
skyldleika og sameiginlegum hugsjónum þeirra, sem unnast?4
»Sameiginlegum hugsjónum?« át hann eftir og rak um
leið upp þetta einkennilega hljóð, sem líktist mest samblandi
af niðurbældum hlátri og gráti. »Ef svo væri, þá væri engiu
ástæða til að vera að sænga saman. ... Ja, — þér fyrirgefiö,
að ég tala svona bert! En svo er á yður að skilja, sem maður
og kona sængi saman vegna þess, að þau eigisameiginlegarhug-
sjónir«, bætti hann við og hló á sinn sérkennilega óstyrka hátt.
»Nei, nú verðið þér að hafa mig afsakaðan, háttvirti herra*,
sagði málfærslumaðurinn. »Staðreyndirnar vitna gegn yður,
því við þekkjum fjölda af hjónaböndum og vitum, að alt mann-
kynið eða mestur hluti þess lifir hjúskaparlífi og að þar a
meðal er fjöldi hjóna, sem hafa lifað mörg herrans ár saman
fyrirmyndar-lífi«.
Gráhærði maðurinn hló aftur og mælti:
»Fyrst haldið þér því fram, að hjónabandið sé grundvallað
á ást. En þegar ég leyfi mér að efast um, að til sé nokkur
önnur ást en holdleg, þá ætlið þér að sanna mér það gagU'
stæða með því að benda mér á, að til séu hjónabönd. En
nú er sannleikurinn sá, að á vorum dögum eru hjónaböndin
ekkert annað en ímyndun*.
»Nei, nú verð ég að biðja yður að hafa mig aftur afsak'
aðan, herra minn!« mælti málfærslumaðurinn. »Ég hef ekki
sagt annað en það, að hjónabönd hafi verið og séu alsið3
um allan heim«.
»Já, það er alveg rétt, en hvernig er ástandið? Hjóna-
böndin þektust og þekkjast meðal þjóða, sem sjá í þeim leynd'
ardóm, dularfult sakramenti, sem leggi skyldur á oss gagnvart
guði. Hjá þessum þjóðum eru hjónabönd til að vísu, en ekki
hjá okkur. Hjá okkur hafa hjónaböndin ekkert annað mark'
mið en að löghelga samræðið. Þessvegna verða þau oft