Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 22
222
ÓQÖNGUR OQ OPNAR LEIÐIR
eimreiðin
frá dögum Adams Smith og Stuarts Mill getur ekki komið
að neinu haldi í framleiðslu- og viðskiftamálum nútímans.
Þetta er mönnum þegar víðast hvar orðið ljóst. Lausnarinnar
verður að leita í nútímanum, en ekki í ástandinu eins og það
var á 18. og 19. öld. Menn þrá frið, en greinir á um, hvernig
takast megi að gera friðinn varanlegan. Alger afvopnun þjóð-
anna, sem að vísu á afarlangt í land, er nú rædd sem ein
líklegasta leiðin út úr ógöngunum. En margir eru þeirrar
skoðunar, að alger afvopnun mundi ekki nein lausn út af
fyrir sig. Með afvopnuninni losnaði auðmagn úr viðjum, og
yrði því beint í að framleiða enn fleiri vélar, til þess eins að
auka enn meira á atvinnuleysið og skortinn. Utrýming við-
skiftastríðsins í heiminum verður að fara á undan afvopnun-
inni, segja þessir menn.
Vér Islendingar höfum hingað til verið lausir við þann
ófögnuð, sem hernaður og herskylda hefur í för með sér.
Hér á landi getur því ekki verið um neina afvopnun að ræða,
til þess að bæta kjör þjóðarinnar og til viðreisnar í landinu-
En hinsvegar geisar nú stríð í atvinnu- og viðskiftamálum
hér á landi meira og magnaðra en nokkru sinni áður. Og
það er sannarlega ekki vanþörf á fyrir þá, sem mestu ráða
í þessu þjóðfélagi, að reyna að ráða bót á þeirri styrjöld og
draga úr henni eins og unt er, áður en lengra er haldið a
sömu braut.
II.
Eins og margir munu hafa komið auga á, sem fylgst hafa
með rás viðburðanna síðustu árin, er að myndast óheillavaen-
legt djúp á milli bæja og sveita, kaupstaðabúanna og sveita-
fólksins í landinu. Sumir halda ef til vill, að hér sé aðeins
um misskynjun að ræða, draug, vakinn upp af miður vönd-
uðum þjóðmálaforingjum, sem sjái sér hag í að senda slíkan
uppvakning út á meðal fólksins undir kosningar, og hallmæh
þá kaupstaðabúunum á kosningafundum í sveitum, en sveita-
mönnunum á kosningafundum í kaupstöðum, ait eftir því setn
við á. En þetta er ekki svo. Djúpið er staðfest og á ser
sögulegar orsakir.
Þegar útflytjendastraumurinn til Ameríku tók að réna,