Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1931, Side 22

Eimreiðin - 01.07.1931, Side 22
222 ÓQÖNGUR OQ OPNAR LEIÐIR eimreiðin frá dögum Adams Smith og Stuarts Mill getur ekki komið að neinu haldi í framleiðslu- og viðskiftamálum nútímans. Þetta er mönnum þegar víðast hvar orðið ljóst. Lausnarinnar verður að leita í nútímanum, en ekki í ástandinu eins og það var á 18. og 19. öld. Menn þrá frið, en greinir á um, hvernig takast megi að gera friðinn varanlegan. Alger afvopnun þjóð- anna, sem að vísu á afarlangt í land, er nú rædd sem ein líklegasta leiðin út úr ógöngunum. En margir eru þeirrar skoðunar, að alger afvopnun mundi ekki nein lausn út af fyrir sig. Með afvopnuninni losnaði auðmagn úr viðjum, og yrði því beint í að framleiða enn fleiri vélar, til þess eins að auka enn meira á atvinnuleysið og skortinn. Utrýming við- skiftastríðsins í heiminum verður að fara á undan afvopnun- inni, segja þessir menn. Vér Islendingar höfum hingað til verið lausir við þann ófögnuð, sem hernaður og herskylda hefur í för með sér. Hér á landi getur því ekki verið um neina afvopnun að ræða, til þess að bæta kjör þjóðarinnar og til viðreisnar í landinu- En hinsvegar geisar nú stríð í atvinnu- og viðskiftamálum hér á landi meira og magnaðra en nokkru sinni áður. Og það er sannarlega ekki vanþörf á fyrir þá, sem mestu ráða í þessu þjóðfélagi, að reyna að ráða bót á þeirri styrjöld og draga úr henni eins og unt er, áður en lengra er haldið a sömu braut. II. Eins og margir munu hafa komið auga á, sem fylgst hafa með rás viðburðanna síðustu árin, er að myndast óheillavaen- legt djúp á milli bæja og sveita, kaupstaðabúanna og sveita- fólksins í landinu. Sumir halda ef til vill, að hér sé aðeins um misskynjun að ræða, draug, vakinn upp af miður vönd- uðum þjóðmálaforingjum, sem sjái sér hag í að senda slíkan uppvakning út á meðal fólksins undir kosningar, og hallmæh þá kaupstaðabúunum á kosningafundum í sveitum, en sveita- mönnunum á kosningafundum í kaupstöðum, ait eftir því setn við á. En þetta er ekki svo. Djúpið er staðfest og á ser sögulegar orsakir. Þegar útflytjendastraumurinn til Ameríku tók að réna,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.