Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 88
eimreiðin
Kreutzer-sónatan.
Eftir Leo Tolstoj.
»En ég segi yður, að hver sem lítur á konu
með girndarhug, hefur þegar drýgt hór með
henni í hjarta sínu«. Matt. 5, 28.
Lærisveinarnir segja við hann: »Ef svo er
farið málefni mannsins gagnvart konunni, Þa
er ekki gott að kvænast«.
En hann sagði við þá : »Eigi fá allir höndla^
þetta, heldur þeir, sem það er gefið. Pví a^
til eru þeir geldingar, sem svo eru fæddir fra
móðurkviði; og til eru þeir geldingar, sem
geltir hafa verið af mönnum, og til eru þeir
geldingar, sem hafa gelt sjálfa sig vegua
himnaríkis. Sá höndli þetta er höndlað getur«*
Matt. 19, 10-12-
I.
Það var nýtekið að vora. Ég hafði allan daginn verið á
ferð með járnbrautarlestinni. Flestir farþeganna komu og fóru
á viðkomustöðvunum, svo nú voru aðeins þrír farþegar eft»r
af þeim, sem lagt höfðu upp um leið og ég. Einn þeirra var
þreytuleg og fremur ófríð kona, með hrellingarsvip á andlit'
inu, klædd einhverskonar karlmanns-yfirhöfn og með litla húfu
á höfði. Hún reykti hvern pappírs-vindlinginn á fætur öðrum-
Förunautur hennar var maður á að gizka um fertugt o3
skrafhreyfinn í betra lagi. í fórum sínum hafði hann allskonar
fáséða og smekklega muni. Þriðji farþeginn gaf sig ekki að
neinum og virtist vera eitthvað veill í taugunum. Hann var
maður í meðallagi hár vexti, með mikið hrokkið hár, seiu
var orðið hæruskotið, auðsjáanlega fyrir aldur fram. AuSu
hans skutu einkennilegum gneistum, og hann hvarflaði Þeim
í sífellu frá einu á annað. Hann var í gömlum yfirfrakka, vet
sniðnum og með loðskinnskraga, en á höfðinu hafði hanu
háa lambskinnshúfu. Það var kækur hans að reka öðru hvoru
upp kynlegt hljóð, ekki ólíkt því að hann ræskti sig ui)°9
hressilega eða fengi snögt hláturskast, sem þagnaði svo 1
miðju kafi. Hann hafði, eins og áður er sagt, ekki gefiö SI^
að neinum, og var það ljóst, að hann forðaðist að yrða 3