Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 76
276
ÞJÓÐIN OQ RÍKIÐ
eimreiðin
fremst kosinn til að gæta sérhagsmuna, en ekki til þess að
gæta samhagsmuna ríkisins. Þessir sérhagsmunir eru aðal-
lega fernskonar: — hagsmunir einstaklinga — hagsmunir
stjórnmálaflokka — hagsmunir atvinnustétta og — hagsmunir
kjördæma. — Þingskipulagið setur hagsmunum ríkisins enga
tryggingu, og þess vegna hljóta þeir alt af að mæta afgangi
þangað til í óefni er komið, og hinir fyrnefndu sérhagsmunir
af þeirri ástæðu eru í sýnilegri hættu. — Einn þingmaður
getur ekki byrjað á því að hugsa um hag ríkisins nema
bregðast umboði sínu — það er bókstaflegur sannleikur! Því
að hann er sendur í bardaga, til að herja út eitt og annað,
eða á hrossamarkað, til að gera góð kaup. Sama er að segja
um flokkana. Þeir heyja stríð um ríkisfjárhirzluna, og það er
af vankunnáttu í hernaðarlist, ef einn flokkur skilar henni í
hendur andstæðinganna öðruvísi en tómri. — Þjóðþing er ekki
og á ekki að vera annað en sannur spegill þeirra krafta, sem
starfa með þjóðinni, og á núverandi þjóðmenningarstigi hljóta
afskifti slíks þings af fjárhag ríkisins að verða í formi ráns,
en ekki ræktar.
Stjórnarástand vort er því þetta, að þjóðin á sér sterkan
málsvara í þjóðþingi sínu, en ríkið er málsvaralaust og líkast
hræi, sem allir ganga í skrokk á, og þar sem frekjan ein
fær sín laun, en hæverskan situr á hakanum. — Ef þetta
þykir nú ofmælt, þá þýðir það aðeins það, að ástandið á
eftir að versna, því að þróunin getur ekki stefnt í aðra átt,
þar sem ríkishugsjónin á sér ekkert starfandi líffæri í stjórn-
skipuninni — þar sem þjóðlíkaminn er höfuðlaus.
Nauðsyn Það er eðlilegt, að sú spurning komi fram hvort
á ríkís- nauðsyn á ríkisskipulagi sé mjög rík, úr því að
skipulagi. v£r erum ekkj hernaðarþjóð — hvort vér Is-
lendingar eigum ekki að vera trúir hinu marglofsungna þjóð-
arsjálfstæði og hafa eins laust ríkisskipulag og framast er
unt. En þessi hugsun er jafnskaðvæn í afstöðu vorri út á við
og inn á við.
Vér ættum að muna svo langt, að sjálfstæðið glataðist
forðum fyrir það eitt, að ekki var starfandi neitt ríkisvald í
landinu. Hið sameiginlega átak vantaði. — Þjóðarvilji —
þjóðræði — þjóðarsjálfstæði án ríkishugsjónar eru dauð hug-